Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 22
16
MOEGUNK
Það virði8t nú reyndar auðskilið, að Raymond hallist
að hinni fyrnefndu skoðun. Hann var vélfræðingur og
auðvitað alinn upp i trúnni á nauðsyn og veruleik efnis-
ins. En satt að segja virðist mér margt mæla með skoðun
hans. »Hugsanir eru hlutir,* þ e. veruleiki, að vissu
takmarki, og hugsunin er skapandi og mótandi, en okkur
er a. rn. k. lítt skiljanlegt annað, en hún þurfi eitthvað
til þess að móta eða hafa áhrif á — eitthvað, sem sara-
svarar efninu hjá okkur. — En hitt vitum við, að þótt
heimurinn sé í raun og veru hinn sami (objektivt), þá
fær hann ólíkan blæ og svip í augum manna og hug,
eftir því, hvort þein eru honum samstiltir eða ekki, eða
að hve miklu leyti — og þarf því ekki að ætla, að öllum
liði jafn-vel, þótt þeir væri t. d. á sama stað eða byggi
við lík ytri skilyrði. Og liklegt er þar að auki, að hinum
megin sé meiri greining andanna eftir andlegum skyld-
leika, en hér, að hver fari þar frekar til síns staðar —
til álfu, sem samsvarar andlegum vexti hans og eðlisfari.
Ekki or ósennilegt, að indverska skáldið Tagore hafi nokkuð
rétt fyrir sér, er hann likir jarðlífi okkar við sjóferð, þar
sem okkur sé öllum holað niður á sama skipinu, en dauð-
inn sé eins og lendingin við ókunnu ströndina, þegar
hver fari til síns heimkynnis. Og að þessu leytinu hlýtur
að vera sannleikur fólginn í kenningum ýmsra spiritista
um all-mörg »plön« eða »svið«, þótt eg treystist ekki til
að hafa neina skoðun, af eða á, um staðsetningu þeirra
í rúminu (geimnum), eða fjarlægð þeirra frá jörðu.
En þessi skoðanamunur í andaheiminum, sem Ray-
mond segir frá, er mjög raerkilegur. Hann sýnir fyrst
og frerast það, sem gera mátti ráð fyrir áður, að and-
arnir komast ekki þegar i allan sannleika, er þeir fara
»yfir um,« heldur verða að feta sig áfram smátt og smátt,
likt og við. En hann bendir einnig á það, að verið geti,
að hinum megin sjáist greinilegar en hér, að efni og andi
sé ekki svo óskylt, sem það virðist vera fyrir okkar sjón-
um, — að umheimurinn þar geti verið »tertium quid*,