Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 26
20
MOEGUNN
að þúsundir íiska gátu lifað þar og fengu nýtt fjör. Þvi
að alt lifnaði við, þar sem fljótið kom.
Við slíkt fljót má líkja frumkristninni, þá erguðmóð-
ur postulatímans bar hana fram. En er vér nú á tímum
lítum í huganum aftur til þeirrar gullaldar og látum því næst
hugann flytjast öld af öld alt til vorra daga, þá fær oss
ekki dulist, að mikil breyting hefir á orðið. Eftir því sem
lengra leið fram á aldirnar, hætti kristnin að líkjast lækn-
um eða fljótinu, er spratt upp undan musterisþröskuldin-
um. Þá tók hún miklu fremur að líkjast þeim ánum, er
flæða út yfir bakka sína og ryðja sér braut út yfir engi
og haga og litast æ meira af þeim jarðvegi, er þær renna
um, en við það óhreinkast vatnið í þeim, hættir að vera
tært og hreint, en verður skolbrúnt á litinn. Sjálfsagt
var það ekki nema eðlilegt, að kenning lærisveina Krists
fengi ekki haldið sér hrein og ómenguð, er hún barst til
annara landa, með öllu ósnortin af hugsunarhætti þeirra
þjóða, er hún barst til. Hvernig liefði það verið hugsan-
legt, að kristnin breiddist út til^mentaþjóðanna Grikkja og
Rómverja, án þess að drekka i sig eitthvað af hugmynd-
um þeirra og íklæðast sumum venjuin þeirra sem ytra
fati? Úr því að kristindómurinn átti að koma inn í
þennan heim, þá varð hann að lúta því lögmáli, er ræður
andlegu lífi mannanna. Ekki er til neins að ásaka kristna
menn frá liðnum öldum fyrir það, að þeir megnuðu ekki
að halda fljótinu tæru né réðu við, hvert það brauzt En
rangt væri að gera sig ánægðan með alt, sem orðið er.
Þeir, sem unnað liafa kristinni trú heitast, hafa stöðugt
þráð að komast sem bezt að uppsprettunum, frumlindun-
um, svo að þeir fengju drukkið af þeim. Hvað eftir ann-
að hafa þá ílka komið tímabil, er menn fundu sárt til þess,
að vatnið var orðið gruggað og skolleitt og græn tré hætt
að spretta á fljótsbökkunum. Þá vaknaði ný löngun til
að rekja sig aftur að uppsprettunni sjálfri. Sú löngun
hefir oftsinnis hrundið af stað nýjum umbótum og nýju