Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 23
MORGUNN
17
•eitthvert tilveruform, er við getum hvorki skilgreiut sem
efni né anda, heldur eitthvað, sem það hvorttveggja eru
sérstök viðhorf á. En þetta er auðvitað heimspekilegt
hugarflug, sem ekkert er byggjandi á að svo stöddu. —
Heildarskoðun sú, sem eg hygg óhlutdrægan athug-
ara munu geta dregið út úr frásögnunum um annað líf,
er þessi: Það er að ýmsu leyti ólikt lífinu hér, en stendur
þó i nánu sambandi við það, a. m. k. að tvennu leyti,
sem okkur kemur mjög við: I fyrsta lagi heizt minn-
ingaþráðurinn óslitinn, og í öðru lagi verðum vér að bera
ábyrgð á hverju verki og orði og meira aö segja á hverri
hugsun, því að alt mótar það sálarlif vort, eu undir því
er komin líðan vor liinum megin. Og loks má gei’a ráð
fyrir, enda segja andarnir það, að lííið þar sé stöðug
þróun upp á við, til dýpri skilnings, dásamlegri fegurðar,
meiri kærleika — nánara sambands við guðdómshafið,
sem umlykur alt. Sú leið er oft þyrnum stráð, en eng-
inn þarf að örvænta, þvi að altaf streyma óþrotlegar lindir
hins eilífa kærleika, og altaf eru útréttar hjálparhendur
góðra og göfugra anda til að styrkja veikari bræður.
Loks má benda á það, að menn skyldi varast að
ætla öðrum sætin i öðru lífi, eftir breytni þeirra á ytra
borðinu hér. Vér þekkjum ekki lijörtun né nýrun, og
oss er að öllum jafnaði kunnugra um það, hvað maður-
inn á, heldur en hvað hann er. En hver ætti að rann-
saka sjálfan sig og spyrja sjálfan sig, eins og Jósafat í
»Sambýli«, hvaða félagsskap sé líklegt að liann komist í,
samkvæmt breytni sinni og hugarfari. Og ríður þá mest
á því, að vara sig á þeirri hræsninni, sem verst er, nefni-
lega hræsninni við sjálfan sig.
Af því, sem að framan er sagt, munu menn geta séð,
hversu mikil þörf er á því, að skráðar sé frásagnir anda,
sem vel hafa sannað sig, um annað líf. Nú er sú spurn-
2