Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 83
M 0 RGrUNN
77
svo vel að segja aldrei ei'tirleiðis, að þetta sé djöfullegt
mál. Munið eftir því, að það er himneskt*. Kirkjuhöfð-
inginn svaraði bréfinu engu.
Kirkjuþing það, sem getið er um hér að framan, var
háð í siðastliðnum októbermánuði. Þar gerðist það merki-
legast, að þingið setti spíritismann á dagskrá og tók hann
til umræðu. Að minsta kosti hefir enskum blöðum þótt
það langsögulegast af gerðum þingsins. Engir af þeim
prestum ensku kirkjunnar, sem látið liafa uppi afdráttar-
laust fylgi við spíritismann og að sjálfsögðu hafa mesta
þekking á lionum, voru fengnir til að halda ræður, og
að því hefir verið fundið. Samt voru þar ýms ummæli
vingjarnleg í spíritismans garð — innan um ofstækistal
og ógeðslega endileysu frá öðrum.
Merkasta atriðið kom fram í umræðulokin. Þá lýsti
æðsti maður biskupakirkjunnar, erkibiskupinn í Kantara-
borg, yfir því, að hann ætlaði að sjá um að rnálið yrði
vandlega rannsakað, að í rannsóknarnefndinni skyldu
verða ágætismenn, karlar og konur, sem hugsað hefðu um
málið, menn sem hefðu þekkingu á því og reynslu af
því, og að niðurstaða nefndarinnar mundi verða lögð fyrir
biskupafund, sem haldinn yrði í Lundúnum á næsta ári.
Sá fundur mundi þá taka rnálið til íhugunar
Misjafnlega hafa þessar gjörðir þingsins mælst fyrir,
eins og við var að búast. Auðvitað dylst engum það, að
þessi ályktun erkibiskupsins stafar af því, að spíritisminn
á Englandi er orðinn uinsvifameiri og hefir náð meiri tök-
um á hugum manna. en svo, að það sé heillavænlegt fyrir
kirkjuna að láta annaðhvort við það sitja að begja um
hann, eins og hann væri enginn til, eða svívirða liann í
algerðu skilningsleysi ofstækisins. Og i augum margra
manna er þessi ályktun erkibiskups að sjálfsögðu vottur
um vitsmuni hans og hyggindi. Eitt tímaritið, sem vér
höfum séð og minnist ítarlega á málið, segir, að aðrar