Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 68
62
|M 0 R G U N K
alt í krinj? um mig, og þekki þá, að þetta er Hjalteyri
við Eyjafjörð; eg hafði komið þar í eitt skifti, og kann-
aðist nú við tjörnina, sem er á eyrinni. Tjörnin er nú
lögð; þar sé eg mann á lilaupum msðfram henni, eins og
eitthvað mikið sé um að vera, og heyri alt í einu kallað
hátt: »Gfuð almáttugur! hann er að sökkva«; eg sé
bát, sem dreginn er fram á ísinn. Eg spyr einhvern rnann,
hvað sé verið að gera; hann segir, að það sé verið að
reyna að bjarga manni, sem dottið hafi niður um ísinn í
tjörnina. Þá sé eg þar nærri mér manninn minn og
Snæbjörn Arnljótsson, (sem þá var t'aktor í Þórshöfn á
Langanesi); eg heyri, að Snæbjörn segir við hann: >þú
segir systur (hann nefndi mig svo) ]>etta, þvi að }>að er nœrri
lienni höggvið«.
Meira dreymdi mig ekki.
Þann 8. nóvember kom skip frá Eyjafirði til Þórs-
hafnar. Þá skrifar Snæbjörn manninum minum og segir
honum þessar fréttir frá Hjalteyri, sem hann hefir eftir
skipstjóranum: Seint um daginn 1. nóv. hafði Jón sonur
Ola bróður míns farið að renna sér á skautum á tjörn-
inni, sem var nýlega lögð, og ísinn því veikur; ísinn
brotnar og hann fellur í tjörnina. Menn þyrpast þar að
og reyna að bjarga honum, en alt verður árangurslaust.
Maður einn var nærri druknaðui’ við þær björgunartil-
raunir, en það hepnaðist að hjúlpa honum með því að
draga hát frá sjónum upp á tjörnina til að brjóta ísinn
með honum og ná þannig manninum (sjá drauminn). En
Jón bróðursonur minn druknaði þarna. — Að endingu
skrifar Snæbjörn í bréfinu til mannsins míns þessi orð:
»Þú segir systur þetta, því að það er nærri henni höggvið*.
(Sjá drauminn).
Kristján sonur okkar hjónanna, sem var staddur á
Hjalteyri umgetinn 1. nóv. og var við að slæða upp lík
Jóns heitins, ásamt öðrum, staðfesti þessa frásögn af slys-