Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 65
M 0 R G U N N,
59
lirifin, getur — fyrir alt, sem við vitum — verið ein hlið-
in á spíritismanum sjálfum.
Wynn prestur hefir alveg rétt að mæla. Það er ekki
til snefill af sönnunum gegn spíritismanum. Eg ætla að
taka ofur-einfalt og algengt dæmi — það, að hönd er lögð
á borð og það fer að lireyfast, án þess að nokkurum
vöðvakrafti sé til þess beitt. Menn fara að spyrja borð-
ið. Og það svarar. En það svarar engu öðru en fjar-
stæðum. Við, sem þykjumst líta á málið af nokkurri
gagnrýni, erum vanir að hugsa okkur, að það sé svo nefndur
»psychiskur« kraftur í okkur sjálfum, er komi borðinu á
hreyfingu, og að það sé undirvitund mannsins sjálfs, sem
leggur höndina á borðið, er svari. En þó að sú skýring
sé alls ekki ósennileg, þá er sannleikurinn sá, að hún er
ekkert annað eu tilgáta alveg út í bláinn — á ekki við
neina sönnun að styðjast.
Vitsmunaafl, sem tjáði sig vera framliðinn mann, hefir
fullyrt það við mig, að slíkar hreyfingar gerist aldrei,
nema einhver framliðinn maður sé við þær riðinn — þó
að alt verði vitleysa, sem gegnum borðið stafast. Eg er
ekki að segja ykkur frá þessu í því skyni að halda því
fram, að það sé rétt. Eg veit ekkert um það. Og mér
þykir ekkert sérstaklega líklegt, að það sé rétt. Eg læt
þess að eins getið til þess að minna menn á, að i öllum
ví8indum vei'aldarinnar er ekki nokkur sönnun gegn því
að þetta sé rétt.
Því síður er nokkur »sneíill af sönnun« til gegn sönn-
unum spíritismans.
Þá er að síðustu vitnisburður prestsins um þau áhrif,
er þessar rannsóknir haíi haft á liug- hans. Það er tnjög
mikilvægt, hvað gáfaðir, góðir og sannleikselskir menn
segja um það atriði, al’ því að þeir eru margir, sem forð-
ast málið fyrir þá sök, að þeir eru hræddir um ill áhrif
af þvi á sjálfa sig og aðra. Presturinn segir, að það hafi
styrkt trú sína á Krist og kenningu Nýja testamentisins.