Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 86
80
MORGUNN
Prófessor Haraldur Níelsson ritaði í utanför sinni á
síðastl. surari tvær ágætar greinar um tilraunir, sera farið
hafa fram hér á landi. Aðra greinina flytur mánaðarritið
>The International Psychic Gazette*. Plún er um tilraun-
ir þær, er prófessorinn gerði til þess að láta Guðmund
Karaban skáld, sem þá var skólapiltur hér í Reykjavík
(eða þá ósýnilega veru, sem sagðist stjórna honum) lesa,
með bindi fyrir augunum, sumpart í lokuðum bókum, sum-
part í opnum bókum, þegar orðin voru hulin. Þeirra til-
rauna er að nokkuru getið í »Trú og sönnunum* (»Máttur
mannsandansc I.). Hin ritgjörðin er prentuð í vikublaðinu
»Light« og er að mestu um fyrirbrigði þau er gerðust fyr-
ir raiðilsgáfu Indriða Indriðasonar, og nokkuð að því vikið,
hvernig málið hefir eflst hér á landi.
Aðsjáanlega hefir ensku ritunum þótt mikið sælgæti
að fá þessar greinar. »Light« leggur áherzlu á það, sýni-
iega með mikilli ánægju, að höfundurinn sé prófessor í
guðfræði við háskóla íslands, vígður prestur, gegni prédik-
unarstarfi jafnhliða prófessorsembætti sínu, og hafi lagt
Gamla testamentið út á íslenzku. Indriða lndriðason
nefnir blaðið dásamlegan miðil.
Ut af þessum greinum hefir franskur vísindamaður
ritað prófessornum, leitar eftir frekari vitneskju um þessi
fyrirbrigði, og gerir ráð fyrir að skrifa um málið í franskt
tímarit.
E. H. K.