Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Side 73

Morgunn - 01.04.1920, Side 73
MOBGUKS 67 Gr. H. hálfklær og segir: Það er nú dauðinn; honum er aldrei vel við okkur læknana. Draumurinn ekki lengri. Næstu nótt á eftir veiktist maðurinn minn mikið og hastarlega; héldu sumir á heimilinu, að draumurinn boðaði dauða hans; en svo varð þó ekki. — Oli bróðir minn hafði mist tvœr dætur sínar fyrri hluta þessa árs, en ein dóttir hans lifði þá enn hraust og heilsugóð. En pessi þriðja dóttirin dó á næsta missiri þar eftir, (Sbr. ^»Hbrotna gull- hringinn), úr mislingum, sem þá gengu hér og víðar, og deyddu marga, (Sbr. græna grasið og blómafjöldann). UIII. Ú lEið til Eægisár. Nóttina fyrir þ. 10. nóv. 1915, dreymdi mig, að eg gengi hér út á tröppurnar. Sé eg þá tvo aðkomumenn á hlaðinu, annan svarthærðan og dökkan yfirlitum, hinn ljósan og bjarthærðan. Eg kannast við að hafa séð dökka, skuggalega manninn; man þó ekki hvenær. Hann stekkur upp tröppurnar til mín, en í sama bili er bjartleiti mað- urinn þar kominn, þrífur til hans og segir höstuglega: Þú helir ekkert hér’ að gera. Komdu strax. Þú veizt við þurfum að fara að Bægisá í kvöld. — Þá vaknaði eg. Um kvöldið þ. 10. nóv. kom hér maður frá Akur- eyri; sagði hann, að þá um daginn hefði Valdemar læknir Steffensen verið sóktur til Valgerðar dóttur sr. Theódórs á Bægisá, sem lægi við dauðann. Um veikindi hennar hafði enginn maður heyrt getið. Hún dó um kvöldið þ. 10. nóv. af heilabólgu, eftir stutta legu. IX. Sálmaangurínn á Skagaströnd. Nóttina fyrir 21. des. 1912 dreymdi mig, að eg væri komin á Skagaströnd til Kristjönu systur minnar og 5*

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.