Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 66
60
MORGUNN
Hann segir, að með málinu hafi verið veitt nýju Ijós-
magni yfir alheiminn í sínum augum. Hann segist nú
skilja atiiði í Nýja testamentinu hundruðum saman, sem
hann hafi ekki skilið áður. Hann segist nú vita það, sem
hann hafi að eins trúaö áður. að mennirnir lifi eftir dauð-
ann. Og hann fagnar nú í huganum þeim degi, sem hann
hyggur óðum vera að nálgast, er allir muni vita það, að
Kristur hafi í raun og veru leitt ódauðleikann i ljós. Hon-
um finst ekki, að þetta hafi verið sér neitt smáræði. Full-
ur þakklætis og lotningar stendur hann andspænis þess-
ari nýju opinberun.
Eg skil ekki, hvernig þetta gæti verið neitt smáræði
neinum presti, neinum manni, sem á að flytja fagnaðar-
erindi Jeaú Krists, ef honum auðnaðist á annað borð að
fá að reyna þetta. Mér skilst svo, sem öllum prestum, er
hafa orðið þessarar gæfu aðnjótandi, hafi fundist hún ómet-
anleg.
Og eg skil ekki, hvernig nokkurum manni getur ver-
ið ‘það smáræði. Fæstum okkar er ætlað að boða fagn-
aðarerindið — nema þá óbeinlínis. En okkur er öllum
ætlað að lifa, eftir jarðneskan dauða, því framhaldslífi,
sem verið er að boða okkur. Og öllum er okkur sjálfsagt
ætlað að keppa eftir einhvers konar samliíi við drottinn
okkar og meistara — þann sem Wynn prestur hefir feng-
iö styrkari trú á |eltir Jrannsóknirnar en hann liafði á
undan þeim.