Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 10
4
MORGl'NN
muninn finnum við, sem gátum orðið ekki haft not af
kyndlunum, en sátum í svartnætti efnishyggjunnar. Og
um eitt skeið fór liópur þeirra manna dagvaxandi, sem
\onlegt var: Alt benti á, að einskis nýs dags væri að
vænta. En þá kom dagrenningin.
En þegar þessarri aðalspurningu — »Lifir vitundin
eftir dauða likamans?« — er svarað játandi, fer svo, sem
ætíð þegar nýr sannleikur kemur í ljós, að ótal nýjar
spurmngar og ráðgátur blasa við. Að sumum þeirra.löð-
umst við fyrir vísindalega forvitni einkum, en að öðrum
einnig vegna þess, að þær snerta mjög hag vorn, nú eða
síðar — og meðal þeirra er þessi spurning, sem eg ætla
nú að fara nokkrum orðum um: Hvernig er öðru lífi
háttað? Segir hin nýja þekking okkur nokkuð um það?
Já, hún svarar okkur á ýrasa lund, bæði óbeinlínis
og beinlinis. Að vísu eru þau svör ekki þannig vaxin,
a. m. k. ekki í smáatriðum, að ráðlegt sé að sjóða upp
úr þeitn nokkra trúarjátningu eða semja nokkra landa-
f'ræði annars heims, enn sem komið er. En menn eru að
vonum forvitnir um þessa hluti, og fregnir þær, sem þykj-
ast koma handan yfir, um ástandið þar, eru oft og einatt
þann veg fratn fiuttar — af verum, sem reynst bafa sann-
orðar um þá hluti, sem við náum til, — a.ð þær eiga
heimtingu á nákvæmri, óhlutdrægri rannsókn og athugun
og geta að vissu leyti gert tilkall til þess, að trúnaður sé
á þær lagður, svo langt sem þær ná. En enginn skyldi
hyggja, að þær gefi annað eða meira, en takmarkaða
reynslu fárra einstaklinga, i’ram setta i orðatiltækjum, sem
löguð eru eftir skilningi okkar, eða að þær leiði okkur
inn í dýpstu leyndardóma tilverunnar. Fyrir handan þau
tilverustig, sem við náum nokkru almenuu sambandi við,
oru sennilega djúp á bak við djújj, sem ekkert mannlegt
auga hefir litið, né mannlegt eyra numið neina hljóma frá.