Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 29
MOEGUNN
23
að hugsa um Skotland og Glasgow. Það er alveg eins
postulatími hér og hann var fyrir nítján öldum. í morgun
gekk eg sjálfur, ásamt 15 borgurum Glasgowbæjar upp í
loftstofu,, tók þátt í bænagerð, sá tungur sem af eldi um
herbergið og fann gustinn þjóta um höfuð okkar. Það
gerðist ekkert það í stofunnni, sera biblían skýrir frá, er
ekki gerðist þarna. Trúbrögðin eru ekki dauð. Þau eru
eins lifandi og vér, er lifum á þessum postullegu tímum.«
Þessi eru ummæli hins heimskunna rithöfundar og læknis.
Eg vel þetta dæmi sérstaklega, af því að það vakti svo
mikla eftirtekt á Bretlandi, að sumir ritstjórar blaðanna
skrifuðu langar greinar um málið, fólkinu til leiðbeiningar,
og bentu á snauðleikann í boðskap kirkjunnar til sam-
anburðar.
Og ef einhverjum yðar, tilheyrendur tnínir, skyldi
finr.ast undarlegt að heyra talað um Edinborg og Glasgow
af prédikunarstólnum, þá bendi eg á, að það er ekki van-
heilagra en að tala um Korintuborg eða Aþenu, eða ein-
hverja borg austur á Gyðingalandi, sem biblían getur um,
en ef til vill er alls ekki til nú lengur. Atburðir sömu
tegundar og þeir, er nýjatestamentið segir, að gerst hafi. í
Jerúsalem hinn fyrsta hvítasunnudag og síðar i Korintu
og víðar, eru ekkert ómerkari fyrir það, að þeir eru að
gerast á vorum dögum. I raun og veru eru þeir enn
merkilegri. Þvi að þeir geta orðið þessari kynslóð að enn
meira liði og sannfært menn nú á tímum um hinn sama
veruleika, sem atburðir postulatímabilsins sannfærðu menn
þeirrar aldar um og kristnin að mestu hefir lifað á síðan
andlega. Frásögur um nitján alda gamla atburði fá ekki
sannfært menn á vorum dögum, ef þeir atburðir fá enga
staðfesting í viðburðum nútímans. En þessi hin öfluga
nýja hreyfing fullyrðir, að atburðir hinnar fyrstu hvíta-
sunnu og postulatímabilsins yfirleitt hafi fengið margend-
urtekna staðfesting á vorum dögum. Eftir því að dæma
má þá með nokkurum rétti segja, að ný hvítasunna sé
runnin yfir mannkynið, og ef svo er, þá liefir engin kyn-