Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 27
MOEGUNN
21
lífi í kirkjunni. Þá er sem komið hafi nýtt vor, og að
minsta kosti eitthvað orðið vart við nýjan hvítasunnuþyt.
Þá koma æfinlega umbrotatímar. Svo er líka vorinu
ávalt farið. Það byrjar jafnan með einhvers konar leys-
ing. Sú leysing merkist fyrst í lindum, lækjum og fljótum.
En hún stendur ekki yfir nema stuttan tíma. Siðan kemur
uppyngingin. Og það er uppyngingin, sem gleður oss með
hverju sumri.
Siðbótartíminn var að ýmsu leyti slikur vortimi i kristn-
inni. Lúter og siðbótarmennirnir þráðu af alhug að komast
aftur að uppsprettunni. Þeir fundu mjög til þess, að hin
upphaflega kenning hafði litast um of af farveginum, sem
hún þá um stund hafði runnið um. Þeim sárnaði, hve
hið tæra vatnið var orðið gruggað. — Þeir hvítasunnu-
tímar eru nú löngu liðnir, og þær kvíslirnar, sem þá
mynduðust út frá meginstraumnum, hafa líka litast af
sínum farvegi. Og mörgum flnst langt síðan vorað hefir
yfir kirkjudeildunum. Kvíslir hins mikla straums eru að
vísu orðnar breiðar víða, en lygnar og grunnar og leiri
blandnar, og sumstaðar virðast þær orðnar líkastar stöðu-
polli, þar sem vatnið heflr enga framrás.
Um all-langt skeið hefir um stór svæði kristninnar
ríkt hið mesta kæruleysi og hirðuleysi um tiúarefni og
eilífðarmálin. Svo er víða enn -- líka hér á landi.
Hefir forsjónin sent veröldinni voðaviðburði síðustu
ára, til þess að hrista hana upp úr mollunni og kæruleysis-
og afskiftaleysisværðinni? Eru þeir eins konar undanfari
nýrrar og máttugi’ar hvítasunnu?
Areiðanlega hafa þeir þegar valdið margs konar
hræringu meðal þjóðanna. Það er sem veröldin hafi leikið
á skjálfi. Við það hefir öflugt rót komið á hugsanalífið.
Nú gera margs konar spurningar vart við sig. Það er
sem þytur hins heilaga anda fari um hugi manna og hrífi
brjóstin. Er þettá jarðlíf alt? Hefir líf vort takmark?
Er guð til? Býr ódauðlegur andi í sjálfum oss? Verðum
vér varir við rödd eilífs siðalögmáls í brjósti voru?