Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 57
MORGUNN
51
saras konar áhrif á frumurnar og hinir kunnu vágestir,
angist og hræðsla til dæmis, og gert oss bæði að verri og
vitlausari mönnum. Hingað til hafa menn haft mikinn
beyg af svefnleysi, en nú samkvæmt þessari nýju kenn-
ingu ætti svefninn að verða hættulegri, því að hann get-
ur orðið þess valdandi að »taugagriplurnar« svonefndu
stirðni upp og nái ekki framar saman. Sannleikurinn er
sá, að þetta stríðir hreint og beint á móti hinni vísinda-
legu þekkingu, sem lífeðlisfræðingar hafa öðlast í þessum
»taugagriplum«, því að þær teygjast út í svefni en drag-
ast saman í vöku.
Jónas Hallgrímsson sagði einhverju sinni, að það væri
ekki mikill vandi að yrkja, þegar alt er látið fjúka, sem
heimskum manni dettur í hug. Það verður auðvitað líka
létt verk að sanna hlutina, ef menn þurfa ekki annað né
meira en geta sér til, hvernig hitt eða þetta sé og láta svo
við það sitja að setja fram getgáturnar að svo og svo
miklu leyti sem vissu. Menn hafa auðvitað verið að koma
fram með ýmsar getgátur um þessa syncipsis, t. d. Dr. Mc
Dougalls fyrir mörgum árum; en vel er þess að gæta, að
þar er um ekkert annað að tefia en getgátur, sem ekkert
koma persónuskiftum við.
Hver getgátan rekur aðra, og eru sumar þeirra hinar
fáránlegustu. Til dæmis segir hann á einum stað: »Ef
nú heil heilaból verða haldin af þessari taugakreppu, eins
og oft á sér stað í móðursylci, þá fara þau að starfa út af
fyrir sig«. Hvaðan kemur A. B. sú vizka að heil heila-
ból, sem hann kallar, verði oft haldin þessari taugakreppu
í móðursýki? Orökstudd fullyrðing og ekki annað.
Enn þá eitt gullkorn eftir heimspekinginn: »Við
sama tækifæri losnuðu önnur heilaból Miss B. úr sambandi
og lögðust í læðing og fóru að starfa upp á eigin spýtur«.
»Að leggjast í læðing og fara að starfa« hefir hingað til
verið talið hvort öðru gagnstætt.
Á. B. klykkir út með þessari fullyrðingu: »Persónu-
gervingar þessir voru svo ólíkir af því, að sitt hvort heila-
4*