Morgunn - 01.04.1920, Blaðsíða 77
MORGUNN
71
■en það er ókleift án þess að fá staðfestar fullyrðingar
hennar með reynslu nútíðarmanna. Það er undir áhang-
endum hennar komið, hvort þeir láta sér skiljast þetta
og gera skynsamlega tilraun til þess að halda i þessa átt-
ina. í stað þess virðast þeir halda fram sömu stefnunni,
sem Carlyle vítti svo átakaulega, þegar hann bar það á
aðalsmennina, að þeir gerðust ekki leiðtogar mannanna,
heldur létu við það sitja að tryggja sér veiðiréttinn.
Kristindómurinn ng nútíaarmEnn.
Dr. Friedrich Rittelmeyer heitir þýzkur prestur. Hann
■mun ekki óþektur hér á landi, því að yfirmaður íslenzku
kirkjunnar, biskupinn, lieíir, að sögn, ráðið prestum til
þess að útvega sér prédikanir eftir hann, og sumir þeirra
munu hafa farið eftir því ráði. Ritstjóri norska tímarits-
ins Kirlce og Kultur lýsir honum sem einum af ágætustu
fyrirmyndarprestunum, ekki að eins á Þýzkafandi, heldur
og i öllum prótestantiskum heimi.
Þessi morkismaður hefir nýlega snúist á sveif guð-
spekinnar. Á síðasta sumri kom hann til Noregs og flutti
ei'indi um hana i Kristjaníu. Erindið er prentað í Kirke
og Kultur. í þessu erindi rainnist hann á það, hvernig
kri8tindómurinn eigi nú aðstöðu, og liver þörf lionum só
á nýjum straumura Hér fara á eftir nokkur af ummælum
hans:
»Eg ætla að koma með þrjár staðhæfingar og færa
rök að þeim, en vera má, að þær verki mjög óþægilega á
taugar ykkar. Eg segi þetta: Þegar menn fara að gæta
vandlega að, stendur kristindómurinn nú ósjálfbjarga and-
spænis menningunni, hann stendur ráðalaus andspænis