Morgunn - 01.06.1925, Qupperneq 20
14
MORGUNN
um var oss ógeðfeldur. En í andaheiminum hefir hver fluzt
til síns eigin staðar, samlcvæmt eins konar andlegu þyngdar-
lögmáli. Ef hann er góður maður, þá er andlegt ástand hans
gott og þeir góðir, sem honum eru andlega skyldir, og þá
munu þeir líka vera góðir, sem eiga hein mök við hann. Eng-
inn mun vera þar til að valda móðgun.
Svo víðáttumikil eru ríki eða lönd náttúrunnar, að eg
liefi ekki getað kannað nema lítið eitt á þeim fáu árum, sem
eg hefi verið hérna mcgin. Þegar eg hefi dvalist nokkrar biljón-
ir ára í cter-heiminum, verð eg ef til vill búinn að sjá dálítið
af lionum. En um óteljandi aldir eilífðarinnar mun mér fara
fram og eg taka þroska og eg öðlast þekking, Ijós og vísdóm.
Eg mun komast- í samræmi við eilífðina.
Hvað fram undan er, veit jeg ekki enn. Jafnvel vor
megin er oss ekki veitt meiri þekking en vér getum fært oss
í nyt fyrst um sinn. Alt er það sígandi framsókn. Eg hefi
sagt yður, að vér verðum allir að vinna. Engir liggja í leti.
En það er starf, sem á vel við oss og veitir fullnægju. Það
er kærleiksstarf. ITærri vera ákveður það ; þér er falið að rækja
það; og ef ])ú rækir það, þá er hvortveggja trygð: framför
þín og ánægja. Gerið yður ljóst, að það er engri þvingun beitt
hérnamegin; en hin andlegu augun eru opnuð fyrir ábyrgð-
inni. Menn sjá alt óðara. Ilérna mcgin þurfa menn eldci að
vera í neinum efa. Menn hafa fulla ])ekking á því, að hlýðni
er betri en fórn, og að það að gera Guðs vilja flytur oss
hamingju á framfarabrautinni um alla eilífð.
Dauðinn hefir svift mæður börnum sínum, og foreldrarn-
ir segja í hrygð sinni: „Við höfum mist börnin okkar.“ Þér
Iiafið ekki mist þau. Þér kunnið að liafa mist sjónar af þeim
um stund. Vera má, að hér sé einliver í kvöld, sem lagt hefir
til hvíldar í kalda jörðina lítinn líkama, yndislegt barn. Eg
er ekki að leitast við að hræra tilfinningar yðar; en þér mun-
ið eftir, hvernig augu yðar fvltust hrennheit.um t.árum; þér
gerðuð uppreisn í sál yðar, þegar barninu var svift burt.
Það var kveljandi auðn í hjarta yðar, og þér mögluðuð. Það
líf va)1 aðeins tekið og gróðursett í öðrum garði, og þegar þér