Morgunn - 01.06.1925, Qupperneq 23
M ORGUNN
17
allir að hinu sama, vinna allir að hinu sama og æskja allir
liins sama. Af þessu ræð eg það, að líf það, sem hér er lýst,
sé ekki til á þessu sviði, heldur á einhverju miklu hærra sviði.
Bókin er auk þess ekki ætluð til fræðslu þessari hjörtu lið-
sveit, en frekar til leiðbeiningar leiðtogunum meðal þeirra, því
að hún ræðir um stjórnvizku og háleitt fvrirkomulag og um
hyggindi þau, sem þeim eru nauðsynleg, sem leiða eiga aðra.
Fyrir þessa sök, herra, vekur hún ekki áhuga hjá mér enn sem
komið er, en hún kann að gera það einhvern tíma löngu seinna.
Hvernig hókin er liingað komin, veit eg ekki.“
Þá tók engilveran hókina og lagði hana aftur og rétti
skósmiðnum hana því næst hljóðlega, og er hann tók við
henni úr hendi engilisins, stokkroðnaði hann af undrun, því að
þegar hann leit á spjaldið, voru þar rauðir og livítir gim-
steinar, sem var raðað þannig niður í stafi, að þeir vörp-
uðu að honum nafni hans sjálfs í litum ljóss og elds.
,,En eg sá það ekki, herra,“ mrelti hann, ,,eg sá ekki
nafnið mitt á henni fyr en nú.“
„Samt átt þú hana, eins og þú sér,“ sagði engillinn, ,,og
hún á að vera þér til fræðslu. Því að vita skaltu það, vin-
ur minn, að þetta svið er að eins hvíldarstaður fvrir þig.
Þegar þú hefir nú hvílt þig, verður þú að taka til starfa,
en ekki hér, heldur á því hærra sviði, sem þessi bók ræðir
um og þar sem hún var rituð.“
Skósmiðnum vafðist tunga um tönn, því að hann varð
hræddur, hopaði aftur á bak og laut liöfði við orðum engils-
ins. Hann kom «ngn upp nema þessu: ,,Eg er slcósmiður,
herra; eg er enginn leiðtogi. Og eg er fullánægður með
híga stöðu í þessu bjarta heimkynni, sem er sannarlegt himna-
ríki fyrir mig og mína líka.“
En engillinn sagði: „Fyrir þessi ummæli þín ein átt þú
skilið að hefjast hærra. Því að vita máttu, að sönn auðmýkt
er einn liinn öruggasti skjöldur og verndarhlíf þeirra, sem
eru í hárri stöðu til að stjórna. En ]>ú átt fleiri vopn en
þonnan skjöld auðmýktarinnar; hann er vernd þoli þínu. En
vopn til sóknar hefir þú líka verið að herða þér og brýna
9