Morgunn - 01.06.1925, Síða 39
MORGUNN
33
fimm mínútur var skipað að kveikja aftur. Yið ljósið sást nú,
að moldin í miðjum jurtapot.tinum ibungaði dálítið upp og
var brostin þar dálítið. Enn var slökkt, en sagt að kveikja
aft.ur eftir nokkrar mínútur. Þá sáu fundarmenn á þeim stað,
þar sem moldin var brostin, örlítinn, veiklulegan frjóanga
teygja upp kollinn; var angi þessi um 1 sm. á lengd. Nii var
slöklct, og kveikt aftur eftir sex mínútur. Þá hafði jurtin vax-
ið allmikið og var nú orðin um 8 sentímetra há. Eftir fimm
mínútur enn var hún orðin sautján sm. liá, og eftir sex mínút-
ur í viðbót hafði hún enn vaxið um fjóra sm. og hafði átta
blómknappa. Eftir nokkrar mínútur sagði miðillinn í svefn-
ástandi, að krafturinn væri þrotinn og nú skyldi slíta fundin-
um. Var þá kveikt, en á meðan höfðu blómknapparnir sprung-
ið iit. — Á rúmlega hálfri klukkustund hafði vaxið blóm, sem
var 21 sm. á hæð, þroskað blómknappa og látið þá springa út.
•— Vinur Olilhavers hafði í laumi sett merki á jurtapottinn
til að vera viss um, að ekki yrði skipt um, enda var það ekki
gert. Fundarmenn höfðu búizt við að fá að sjá einhverja jurt
í ílátinu eftir fundinn, en í stað þess gátu þeir fylgzt með þró-
un jurtarinnar með dálitlu millibili. Það blaðið, sem fyrst
þroskaðist, var gallað að því leyti, að á því var lít.ið, kringlótt
gat. En þetta var ágæt sönnun þess, að þarna væri altaf um
sama blómið að ræða, fyrir utan ýms önnur einkenni.
Eftir fundinn sat fólkið saman umhverfis borðið í björtu
ljósi og var að tala saman um það, sem gerst bafði. Viðstödd
kona lét þá skoðun í Ijós, að hún væri hálf-óánægð yfir því,
að þetta væri aðeins vanalegt hagablóm, — af þeim væri nóg
til fyrir, og það hefði vei’ið miklu „fínna", ef vaxið hefði eitt-
hvert blóm, sem væri ekki til um þær slóðir. En óðara en hún
hafði sleppt orðinu, var jurtin horfin úr jurtapottinum, en
hann stóð eftir sem áður á borðinu. Jurtin var aflíkömuð eða
flutt burt, og hefur það víst átt að vera merki þess, að dá-
semdin væri ekki fólgin í fegurð eða skrauti jurtarinnar,
heldur í hinum fljóta og dularfulla vexti hennar.
Nokkrum vikum síðar var Ohlhaver aftur á fundi með
ungfvú Tambke, og þá létu ,,andarnjr“ aftur vaxa jurt. Jurtn-
3