Morgunn - 01.06.1925, Side 50
44 MORGtjNÍÍ
var sá eini, sem vissi nokkuð um spíritisma. Hinir voru fyrlr
fram mjög efagjarnir. —
Ungfrú Tambke varð konan mín árið 1894. Bumir lialda,
að miðlar séu eða liljóti að vera taugaveiklað og lasburða fólk.
En svo er ekki. Þessi miðill liefir aldrei verið veik og er enn
við ágæta lieilsu og liamingjusöm móðir fjögurra liraustra
barna. Eitt barnið liafði lítilf jörlega sepa í nefinu, og varð að
skera j)á burt. Fyrir j)að galt eg fimmtíu mörlc. En það eru
einu peningarnir, sem eg bef borgað fyrir læknishjálp í öllu
hjónabandi mínu, sem nú (1916) er búið að standa í tuttugu
og tvö ár. —
Þannig er frásögn herra Olilhavers. Aftan við liana er
vottorð frá nokkrum mönnum, er tekið hafa þátt í fundunum.
Það er á þessa leið:
„Eftir ósk herra Ohlliavers staðfestum vér hér með, að
þau dularfullu fyrirbrigði, sem hann segir frá í bók j)essarri,
eru öll í heild og í einstökum atriðum sannleikanum samkvæm.
Við höfum tekið jiátt í fundum jjessum um margra ára skeið
og kynnzt miklum fjölda af sömu eða samkynja fyrirbrigð-
um.“
Samið 3. okt. 1915.
Willielm Cordes, Wilhelmsb. hjá Hamborg, Niedergeorgswerder 164,
Frá Buszdorf, Hamborg, Bliicherstrasze 19,
H. Stiiben, Wilhelmsburg hjá Hamborg, Reiherstiegerdeich 178,
I. Sttiben, Wilhelmsburg hjá Hamborg, Vogelhiittendeich 56,
Frú Dannies, Hamborg,
Emil Holdmann, Bergedorf, Kaiser-Wilhelm-Platz 1,
Clemens Unglaub, Altona a. d. Elbe, Hochstrasze 19.
Þess skal getið, að hcimspekingurinn Carl du Prel rann-
sakaði miðilsgáfu ungfrú Tambke á nokkrum fundum og hefur
skrifað um það. Fyrirbrigðin voru að vísu ekki sérlega mikil,
með því að miðillinn var ekki alveg frískur, en })ó voru bæði
du Prel og aðrir fundarmenn j>ess fullvissir, að um svik væri
ekki að ræða. Á fundum þessum birtust líkamningar af frænd-
um og vinurn fundarmanna.