Morgunn - 01.06.1925, Qupperneq 55
M OEÖUNN
49
hátt gœti líka verið til enn þynnra efni en hin þynnsta vatns-
efnisgufa og fœri það einnig viðstöðulaust í gegnum jarð-
nesk efni og fyndi að eins viðnám og mótstöðu frá sams kon-
ar efni og það sjálft er.
Eins og rúmið er ekki alt þar sem það er séð, þannig er
það einnig með tímann. Eins og vér höfum í skynfærum og
líkamsstærð sjálfra vor mælikvarða fyrir það rúm, sem vér
greinum, þannig höfum vér í starfsemi líffæranna ldukku,
sem mælir tímann á þann iiátt, sem oss er haganlegt. Yér höf-
um ósjfilfrátt lært að stilla þessa klukku saman við aðrav
hreyfingar í náttúrunni, einkum slciftingu dags og nætur,
svo að t. d. svefnþörfin hagar sér alveg í réttu samræmi við
dægraskiftin. Tímaskyn vort er nú ekki annað en slcynjun
á hreyfingum, eða samanburður á hreyfingaflýti innan og
utan líkamans. Ef ekki væri til nein ytri hreyfing og liugs-
unin stæði kyr, þá væri ekki til neinn tími, eins og heldur er
ekki til neitt rúm, sem ekki hugsast takmarkað af einhverju
efni. —
Það er álit manna, að það, hvað manni finst liinn „ytri
tími“, þ. e. dagar og ár, líða fljótt, sé komið undir því, hvað
hratt hinn „innri tími“ líður. Bn hinn innri tími er ekkert
annað en hraði heilastarfseminnar, sem aftur mun vera háð
formi sköpulagsins og fjöri lífsrásarinnar. Aðalreglan sýnist
vera sú, að lífsrás smærri dýra gangi hraðar en liinna stærri.
— Því hraðgra sem hjartað slær og andardrátturinn gengur,
því hraðara má líka ætla að athygli mannsins starfi, því meira
innihald verður í hverri líðandi stund og ]>ví lengur finst
stundin líða. Þetta kemur og lieim við það, að á æskuár-
unum, á meðan lífsfjörið er iirara, ])á finst mönnum árin
líða hægt, en síðar, þegar meiri ró og kyrð færist yfir menn,
þá finst þeim tíminn fara að iiraða sér. Menn mega ekki láta
það villa sig, að skemtanir, sem fjörga skapið og ættu því að
lengja tímann, eru kallaðar dægrastyttingar. Ef skemtunin
er þannig, að liún bindur hugann fastan, svo að athyglin
4