Morgunn - 01.06.1925, Síða 61
MORGUNN
55
II.
Svipsýn í glaða tungsljósi.
Eg mun liafa verið á aldrinum frá 8—10 ára, þegar eg
sá það, sem mér mun leng'i minnisstœtt verða.
Það var á Ósi í Bolungarvík, lijá fósturforeldrum mínum
Ólafi Gissurssyni og konu lians Kristínu Pálsdóttur, móður-
systur minni. Iljá þeim var móðuramma mín, Sigríður að
nafni, öldruð kona. Eg var látin sofa fyrir ofan hana, til
fóta. Þetta var í baðstofu, þar sem rúm vox-u til beggja liliða,
og var oklcar rúm annarsvegar við stóran stafnglugga. Einu
sinni vaknaði eg um næturtíma í glaða tunglsljósi og ætlaði
að ná í næturgagn. Eg reis upp á fjórum fótum í rúminu
og var komin með handlegginn fram fyrir stokkinn; þá varð
mér litið yfir á rúmið, sem var beint á móti mér; þar sá eg,
að sat karlmaður, íraman til á miðju ruminu, allra fremst á
rúmstokknum. Iíægri fótinn liafði liann lengra fram á gólfið,
studdi olnboganum á hnó sér og lét höfxiðið livíla í lófanxxm;
vinstri hendinni studdi hann á lærið. Eg sá skáhalt framan á
andlitið og virtist iiann liorfa yfir á liöfðalagið til ömmu mimx-
ar. Það itefir ekki verið lengra bil á milli okkar, þegar eg var
komin fram fyrir stokkinn, frá höfðinu á mér og að lménu á
honum, en tæplega 1 meter, því hann sat svo tæpt á rúminu.
Eg bætti sem fljótast við fyrirætlun mína, hnipraði mig sam-
an í kufung, liélt niðri í nxér andanum og fór svo hægt senx
eg gat (því eg var hrædd um, að ef eg léti lieyrast frá mér
minsta hljóð, þá mundi þetta líta til mín), og læddist ofan
ixndir aftur, án þess þó að líta augum af þessu. Með mestu
hægð dró eg nú sængina upp fyrir höfuð, en lét þó vera ofur-
litla rifu, að eins fyrir annað augað, svo eg gæti betur séð
þetta. Á meðan eg horfði á manninn, var eg að reyna að
vekja ömmxx með því að taka eins fast og eg gat unx fót-
leggina á henni. Mér til mikillar undrxmar, vaknaði liún eklci,
annars var hún vön að vakna, þcgar cg var að skríða upp
í arminn til hennar á nóttunni, og það þótt mér fyndist eg
lítið eða jafnvel ekkert koma við hana. Nú mundi eg eftir, að
okkur krökkunum var sagt, að ef við yrðum hi-ædd, þyrftxxm