Morgunn - 01.06.1925, Síða 67
MORGUNN
61
það skal tekið fram, að þegar þetta er skrifað (21. júní) liafa
þau áhrif eigi mist mikils í.
Þegar eg vaknaði, geng eg fram í eldhús. Þar sátu þær
systurnar við vinnu sína, kona mín og Árnína mágkona mín.
Eg segi þá við þær: „En hvað mér leið vel. Það var svo mikið
sólskin í stofunni." Þá svaraði Árnína: „A? Sólskin?" „Já,
það var svo bjai-t og hlýtt, og svo var hún Friðrika á Meyjar-
lióli komin. Iíún sat þar í öllum dýrðarljómanum og var sjálf
eins og „forkláruð“ —,“ sagði eg. „Nú konan er líklega dá-
in,“ segir þá Árnína. „Ætli það? Ekki held eg það þurfi að
vera,“ segi eg þá. En um leið og eg sagði þetta, fann eg í
rauninni, að lang-líklegast var þó, að hún væri nú önduð. En
eg var eittlivað svo frá mér numinn í draumnum og fanst
hann svo verulegur, að eg áttaði mig ekki á því í svipinn, að
dauðinn væri til. Það var líkast sem eg hefði gleymt því. TJm
andlát Friðriku var mér líka ókunnugt á þessari stundu. En
]>egar frá leið, skildi eg, að draumurinn var andlátstilkynning
til mín — meðal annars.
Daginn eftir (20. júní) kom eg ásamt hreppstjóra Nes-
hrcpps út á pósthús laust eftir hádegi í erindagerðum, sem
eigi koma þessu máli við. Eg fór að leita í hlaðaströngum, sem
lágu á borðinu, meðan eg beið eftir því að eg gæti byrjað á
erindarekstri mínum. Eftir dálitla leit. fann eg lítinn blaða-
stranga til mín og ríf hann upp. Það var eitt tölubl. af Degi
(Akureyri 14 maí 1024). Á fremstu síðu var tilkynning frá
hörnum Friðriku um andlát hennar 8. maí og jarðarför 23. s. m,
Ilún hom sjálf til mín degi áður en tilhynningin.
ATIÍUGASEMD:
Eg tel rétt að geta þess, að þegar eg var barn og ungling-
ur á Mcyjarhóli var oft talað um dulræn fyrirhrigði og
drauma. Eg man það áreiðanlega, að Kristján Guðmundsson,
maður Friðriku, sagði einu sinni við mig, að cf hann dæi á
undan mér, sem líklegast myndi verða, þá skyldi, ef mögulegt
væri, eg verða látinn vita af því. Eg mun liafa telrið lítið
á þessu; ef til vill ekki verið sjerlega trúaður á möguleikana,