Morgunn - 01.06.1925, Page 68
62
M 0 R GrUNN
En hann varð því heitari fyrir máli sínu, og leiðir okkar lágu
sundur. Þegar hann deyr, er eg fluttur til Húsavíkur. Einn
morgun vakna eg við það, að mér finst kallað á gluggann hjá
mér: Z nóit kl. 3 dó Iíristján á Meyjarhóli. Eg þóttist þekkja
málróminn og þaut upp úr rúminu út í gluggann, — en þar
var ekkert annað að sjá, en skammdegis eða haustmyrkrið.
Eg skrifaði því miður ekki mánaðardaginn, þegar mig dreymdi
drauminn, hjá mjer, en eftir því, sem eg veit bezt, þá dó Krist-
ján þessa nótt. Iívort það hefir verið á þessum tíma veit eg
ekki, enda erfitt að komast fyrir um það, því að klukkum á
heimilum ber svo illa saman. Eg sé mjög eftir, að eg vanrækti
að safna mér sönnunargögnum þá. En það var ekki siður í
þann tíð.
Þessi vottorð læt eg fylgja:
1. Frá konu minni um samtal mitt og Árnínu.
2. og 3. Frá prófasti og hreppstjóra um, live nær eg
tók blaðið.
4. Frá Sigdóri V. Brekkan um líkt efni.
5. Skrá yfir kaupendur blaðsins á Norðfirði.
V o 11 o r ð :
Að eg heyrði á samtal það, er að framan er greint, milli
Arnínu systur minnar og Valdemars manns míns, og að það
hafi farið fram í öllum aðalatriðum eins og þar er frá sagt,
vottast hérmeð að viðlögðum drengskap.
Norðfirði, 21. júní 1924.
Stefanía Snœvarr.
Samkvæmt beiðni votta eg undirritaður póstafgreiðslu-
maður, að 20. júní síðastl. kom skólastjóri Vald. V. Snævarr
hingað á póstafgreiðsluna og tók hér á borðinu lítinn og þunn-
an blaðastranga, sem eftir stærðinni að dæma mun hafa inni-
haldið eitt tölublað, en af hvaða blaði veit eg ekki.
Norðfirði, 21. júní 1924.
Jón OuSmundsson.