Morgunn - 01.06.1925, Síða 123
M 0 k G U N N
117
Um mánaSamótin maí og júní fer Guðrún til lands til
sumardvalar lijá foreldrum sínum, en það kveður hún Friðrik
segja, að samband þeirra skuli lialdast áfram.
II.
Þetta er þá hið helzta, sem borið hefir hér við í sambandi
við 'hinn margumtalaða Friðrik liuldulækni, að því leyti, sem
mér er kunnugt.
Frásögurnar hefi eg ritað eftir Guðrúnu sjálfri og þeim
öðrum, sem mest hafa við málið komið og talið er trúverð-
ugt fólk.
Sjálfur tek eg auðvitað enga ábjrrgð á því, er hér cr
skráð, að því fráskildu, sem eg hefi sjálfur séð og heyrt og að
rétt sé frá skýrt því, sem mér hefir verið sagt.
Um árangur þessara lækninga er sjálfsagt örðugt að
dæma, einkum fyrir ólæknisfróðan mann. En fullyrt er, að
ýmsum liafi þarna batnað sjúkleiki sinn, sem þangað hafa leit-
að, livaðan sem sá bati stafar, og live varanlegur sem liann
verður. Þar standa vitanlega læknar bezt að vígi, fáist þeir
til að sýna málinu óhlutdræga atliugun.
Sú bót, sem fengist hefir með kynlegustum hæt.ti, finst
mér vera hvernig frú Guðrún Sigmundsdóttir læknaðist af
þeim tveim kvillum, er hún hafði við að búa. Ilver meinsemd-
in í brjóstinu var, virðist óldeift um að dæma, þar eð frúin
hefir það eftir lækninum (samanber skýrslu hennar), að liann
vissi það ekki. Því eftir þann urskurð geta dómar hans eða
annara, löngu eftir að meinsemdin er liorfin, án aðgerða neins
A'enjidegs læknis, naumast talist fullgildir. Annars eru það
margir fleiri en vottorðin gefa, sem telja sig hafa fengið —
að þeim skilst — mjög óvenjulega fljóta lieilsustyrkingu, eftir
að þeir fengu að vera viðstaddir lækningatilraunir Friðriks.
Og mjög mörgum hefir fundist þeir verða lians varir bæði í
draumi og vöku.
Að hjer sé eigi um að ræða sjálfráðar eða ósjálfráðar
Idekkingar af Guðrúnar liálfu, eru víst allir sannfærðir um, sem
kynst hafa henni og þessu „ástandi“ hennar, sem oftast er