Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 14
8
M0R6UNN
kom ekki úr því, sem vér köllum mannheima. Hann kom
frá þeim bræðrum vorum og systrum, sem farin eru yfir
um dauðans djúp. Að minsta kosti er eg sannfærður um,
að þaðan hafi hann komið.
En hann kom.
Eg ætla ekki að fara að þreyta ykkur á því að útlista
fyrir ykkur, hvernig hann kom, eða í hverju hann hefir
verið fólginn. Ykkur er öllum að meira eða minna leyti
kunnugt um það. Hann er auðvitað fólginn í þeim svo-
kölluðu fyrirbrigðum spíritismans, sem sanna áframhald
lífsins eftir dauðann. En sérstaklega eru líkamningafyrir-
brigðin stuðningur upprisusögunum. Þau eru þeim alveg
hliðstæð.
Til þess að festa í hug ykkar, hve mikilvægur þessi
stuðningur er fyrir trúarbrögðin, finst mér, að eg geti
ekki annað betra gert í stuttu máli en að láta ykkur heyra
þýðingu á dálitlum kafla eftir einhvern vitrasta, gætnasta,
vísindalegasta og trúhneigðasta sálarrannsóknamanninn,
Frederic W. H. Myers. Hann kemst svo að orði í bók sinni
um „Persónuleik mannsins“:
„Eg ætla nú að leggja út í að koma með ummæli, sem
nokkur dirfska er fólgin í, því að eg spái því, að vegna
þessara nýju sannana muni allir skynsamir menn, eftir
eina öld, trúa upprisu Krists, en ef aftur á móti þessar
nýju sannanir hefðu ekki komið, mundi enginn skynsamur
maður trúa henni eftir eina öld. Ástæðan fyrir þessum
spádómi er einkar bersýnileg. Oss er altaf að verða það
ljósara og ljósara, að lögmál tilverunnar er ein samfeld
heild, og nær ]>ví óhjákvæmileg afleiðing af ])essu er það,
að vér höfnum trúnni á það, að nokkur einstæður at-
burður hafi gerst. Yísinda-öld vor hlýtur að gera sér það æ
ljósara og ljósara, að samband milli hins efnislega og and-
lega heims getur ekki eingöngu legið á sviði siðferðisins
og tilfinninganna; að það hlýtur að vera staðreynd, sem
fólgin er í fyrirkomulagi alheimsins, háð lögum, sem að
minsta kosti eru eins stöðug, eins söm við sig öld eftir öld,