Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 37
M O R G U N N
31
inum; eg játa því. Segir, að nú sýni maðurinn sér minnis-
pening, sem hann segist hafa átt og eg geymi. (Rétt).
Kemur sama og um morguninn með ungu stúlkuna, sem
ekki gæti þess að klæða sig nógu vel. Rétt á eftir er sagt,
að ung stúlka hafi dottið og meitt sig á hnénu. Það var
Elin stjúpdóttir mín, hún hafði dottið af hjóli og höggv-
ið sundur á sér hnéð rétt áður en eg fór að heiman, svo
hún varð að liggja nokkra daga.
Eg spyr þá um Guðrúnu stjúpdóttur mína; hún var
Pá í Kaupmannahöfn; hafði verið óheppin með vistir,
sem hún fór í, og leið því ekki vel, þegar eg hafði síðast
frétt af henni. Miðillinn skilar frá Haraldi, að nú líði
henni vel, en talar í því sambandi um konu, sem sé veik í
fótunum, en eg skuli ekkert verða óróleg út af því. Þeg-
ar eg, nokkrum vikum seinna, kom til Hafnar og hitti
Guðrúnu, skýrðist meining þessara orða, svo að úr varð
ágætis sönnun. Guðrún var þá komin á heimili Gi’osserer
Konne, sem var mikill vinur Haralds og bauð Guðrúnu
að búa hjá sér, þegar hann frétti til hennar; en á heimili
hans dvaldi gömul systir hans, sem var veik í fótum og
gekk við tvær hækjur. Ennfremur sagði Guðrún mér
mjög merkilegan draum, sem hana hafði dreymt nóttina
áður en Bonne leitaði hana uppi. Henni þótti pabbi sinn
koma til sín og segja: „Nú er eg búinn að útvega litlu
stúlkunni minni ágætan stað; það er þar kona, sem er ilt
í fótunum“. Hann notar þannig frásögnina um konuna
Pieð veiku fæturna, sem hvorug okkar Guðrúnar þekkir
eða veit um, til þess að sanna okkur báðum, hvorri í sínu
Jagi, vitneskju sína í þennan heim og afskifti sín af
ástvinum -sínum.
Þá er hrópað nafniö Jón eða Jónas, en ekki veit mið-
hlinn í hvaða sambandi það er. Fæ eg síðan ýmsar einka-
°rðsendingar, sem ekki verða settar hér. Mér er síðan
Sagt að fara til Crewe og fá andaljósmynd þar, maðurinn
°ski eftir því, en eg skuli ekki fara til ljósmyndamiðla í
London. Þetta var áður en eg fór til Crewe. Þá spyr mið-