Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 80
74
M 0 R G U N N
sjálfræði, — hún reis á fætur, og um leið datt alt í dúna
logn. Mad. Blavatsky lá í stól sínum í dvalaástandi og
hélt á rússnesku krossmarki milli fingra sér. — Fanst
Mrs. Tweedale að Mad. Blavatsky hefði gert hvorttveggja,
að framkalla hina dásamlegu tónlist og hrífa sig svo á
réttum tíma frá hinum sterku áhrifum.
Einu sinni kvaðst Mrs. Tweedale hafa verið ein inni
hjá Mad. Blavatsky. Hefði þá alt í einu staðið maður þar
á gólfinu, eins og hann hefði sprottið þar upp, ])ví að
hvorki hefði hann komið inn um dyrnar eða gluggana.
Var hann í dökkum kufli og síðum og með linan svartan
hatt niður í augun og tók hann ekki ofan. Dökkur var hann
á hörundslit og talaði eitthvert óskiljanlegt mál við Mad.
Blavatsky, sem gat verið indverska. Sýndist hann ekki taka
neitt eftir Mrs. Tweedale, en hún vildi ekki trufla samtal'ð
og fór út. Ekki inti hún Mad. Blavatsky nánar eftir því,
hvaða maður þetta hefði verið, því að hún þóttist finna
á henni, að henni væri óljúft að talað væri um þessa
heimsókn. —
Eg hefi nú minst á nokkur atriði, sem Mrs. Tweedale
gerir að umtalsefni í þessum tveimur bókum sínum, sem
eg nefndi í upphafi, einkum hinni fyrri, sem hún nefnir
„Ghosts I have seen“. Er sú bók yfirleitt betur skrifuð og
ríkari að efni. Þessir molar, sem eg hefi tínt saman, eru
aðeins örlítið af efni ]>essara bóka, sem hvor um sig er
yfir 300 blaðsíður.