Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 105
MOBGUNN
99
Við andlát barnsins.
Að endingu vil eg segja ykkur frá einni sýn, ef hún
Sæti orðið til huggunar þeim, sem sjá á bak ungum
börnum sínum, og bera sáran söknuð í brjósti. Mér er
hún sérstaklega hugnæm.
Veturinn 1927 mistum við hjónin litla dóttur okkar
Ur kíghóstanum, sem þá gekk. Þegar hún var búin að
l'&gja veik í þrjá daga, sagði Friðrik mér, að hún ætti
flytjast yfir um, og bað mig að taka því rólega.
Stúlkan okkar lifði þrjá daga eftir þetta, og vökt-
uæ við hjónin yfir henni þann tíma. Rétt áður en hún
tók andvörpin, fór eg undir mjög sterk áhrif, og gaf
henni mikla strauma á brjóstið, og um leið söng eg 4
Vei's undur falleg, sem eg hafði aldrei heyrt áður. —
Maðurinn minn hlustaði á, og hugsaði með sjálfum sér,
a® þessi vers hefði hann aldrei heyrt fyrr, en hann
^irti ekki um að skrifa þau, enda var hann líka annai's
^Ugar; en litlu stúlkunni virtist létta.
Svo líður nokkur stund. Þá er eins og hverfi austur-
Veggurinn á herberginu, og eg sé eins og langt út í
geim, sem var svo yndisfagur og friðsæll, og þetta finst
^Uer dragast að mér. Þá kom miðaldra kona inn í her-
bergið til mín; hún var góðleg og henni fylgdi svo mikill
friður. — Hún nam staðar við hliðina á mér, og á eftir
benni komu mörg ungmenni, sem röðuðu sér kring um
rumið. Ungmennin voru öll að spiía og syngja svo yndis-
^ega söngva, að eg fyltist hrifningu — dýrðin og feg-
Urðin var svo mikil út í hinn óendanlega geim, að
bví fá engin orð lýst. Eg vissi, að þessar verur biðu eft-
lr litlu stúlkunni okkar, sem nú óðum var að fjarlægjast
betta líf; þegar hún tók síðasta andvarpið, sá eg full-
°rðnu konuna taka á móti henni, og sveif svo allur þessi
bópur út úr herberginu.
Þrem dögum seinna lá eg vakandi í rúmi mínu. —
®a eg þá, að mér fanst, inn á annað svið, og þar sá eg kon-
Una. sem tók á móti stúlkunni minni, og litlu stúlkuna
7*