Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 52
46
M 0 R G U N N
ur er sagt, svo upplýsingarnar um hann eru að minsta
kosti ekki teknar úr undirvitund minni. Þegar eg las
þennan kafla upp fyrir móður hans, kannaðist hún við
að alt, sem hér stæði, væri rétt. Svo stóð hún upp og sótti
skrifuðu bókina, sem hér er talað um; það voru kvæði
eftir Jón Thoroddsen, í handriti, hafði hann látið binda
þau inn og gefið móður sinni.
Þá kemur ógreinilegur kafli, sem ekki er hægt að
fá verulegt samhengi í, en síðan segir miðillinn, að nú
komi ung stúlka, heldur, að hún sé eitthvað um þrí-
tugt, en er þó ekki viss um aldurinn. Segir, að hún sé
á meðalhæð, með dökt hár og augu, afar föl; sér finn-
ist hún vera systir mín, hún færi mér blóm. Eg spyr,
hvort hún muni farin yfir um fyrir löngu. Miðillinn
segist ekki geta sagt það nákvæmlega, en það hljóti
að vera nokkuð langt síðan, því hún komi eingöngu í
andafötunum sínum, hún sé öll hjúpuð hvítu, það sé
merki þroska, sem alt af taki tíma í hinum heiminum.
Hún reynir að koma nafni sínu. en það tekst ekki, gef-
ur þá stafinn B. Eg kannast við, að þetta muni vera
æskuvinkona mín, frænka og jafnaldra, sem dó 18 ára
gömul; lýsingin á alveg við hana; hún hét Jakobína,
en var alt af kölluð Bína, því kemur stafurinn B.
Nú segir miðillinn, að hún sýni sér konu, sem enn
lifi á jörðinni, hún sé á milli fimtugs og sextugs, mjög
lagleg, unga stúlkan muni vera systir hennar. Þetta er
rétt, hún á eina systur á lífi. í sambandi við konuna
standi tvær manneskjur, þau séu þrjú saman, eitt þeirra
hafi verið langt í burtu. Hér er talað um mann kon-
unnar og fósturson þeirra hjóna; hann hafði verið í
Ameríku um tíma, Miðillinn segir, að unga stúlkan tali
um giftingu og að einhver hafi dáið Stuttu á eftir; kemst
seinna að þeirri niðurstöðu, að það sé unga stúlkan
sjálf, sem hafi dáið; hún dó ekki löngu eftir giftingu
systur sinnar.
Þá segir miðillinn, að eg eigi hring, sem eg beri