Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 13
M 0 lt G U K N
7
Eg get hugsað mér, að einhverjum þyki þetta óþarf-
ur útúrdúr. En eg vona, að þið skiljið, hvað fyrir mér
vakir. Eg vil leggja áherzlu á það, hve hætt mönnunum
hefir verið til hinna og annara fáránlegra trúaröfga. Svo
hefir það verið á öllum tímum, en einkanlega þegar ein-
hver sálræn reynsla hefir blandast saman við heilaspun-
ann og orðið til að styðja hann. Eg hefi valið þessi tvö
dæmi svona nýleg til þess að minna yður á, að við erum
ekki komin út úr þessari hættu enn í dag, þó að mikið sé
um mentunina talað. Það virðist ekki hlaupið að því fyrir
mennina að hrista alveg af sér tilhneiginguna til þess að
trúa staðleysunum. — Rengingamönnunum er sannarlega
vorkunn. í allri mannkynssögunni hafa þeir fyrir sér
þennan aragrúa af dæmum þess, hve mikilli vitleysu
menn hafa trúað. Þeir hafa líka haft dæmin fyrir sér í
lífi sjálfra sín af samtíðarmönnum sínum. Og sú sann-
færing hefir fest rætur hjá þeim, að það sé beinlínis sið-
ferðilega rangt og misþyrming á skynseminni að taka
nokkuð trúanlegt um yfirvenjulega atburði, sem ekki
styðst við hin römmustu rök. Þetta hetfir að sjálfsögðu
komið niður á þeim frásögnum, sem trúarbrögðin styðjast
við, og þá ekki sízt upprisusögunum. Og eins og þið vitið,
hefir það líka komið greypilega niður á fyrirbrigðum
spíritismans.
Hefir þá nokkuð ræzt fram úr ]>essum ógöngum með
upprisusögurnar ? Hafa efagjarnir menn nokkuð meiri á-
stæðu nú en áður til þess að taka þær gildar? Óneitanlega
hefir svo farið. Fram úr þeim hefir ræzt með þeim ein-
nm hætti, sem hugsanlegur var. I>að var óhugsandi, að vér
gætum beint sannað upprisuna. Það var óhugsandi, að
«fagjarnir menn færu aftur að trúa upprisusögunum, án
þess að þser fengju neinn stuðning, eða að minsta kosti
var ]>að afar ólíklegt. Hitt var hugsanlegt, að upprisu-
Sögurnar kynnu að geta fengið einhvern stuðning úr
reynslu nútíðarmanna. — Reyndar bjóst enginn maður
við því, áður en þessi stuðningur fór að koma. Hann