Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 71
MOliGUNN
65
hjónin af þessu mikið gaman, og datt ekki í' hug að
verða neitt hrædd. En þegar þau komu aftur til gisti-
staðarins, var þar alt í uppnámi. Fylgdarmenn þeirra
réðu ekkert við hestana, sem snögglega höfðu fælst
og orðið óðir. Fékst lítið upp úr þeim annað en það, að
eitthvað óvenjulegt hefði heyrst, sem hefði valdið þessu
uPpnámi.
Aðra sögu um óvenjulega veru hafði höf. eftir
enskri greifafrú, sem hún þekti. — Þegar hún var barn,
hafði hún einu sinni verið' að leika sér úti með annari
smátelpu. Heyrðu þær þá skrjáfa í runna einum þar
nærri, og kom út úr honum stór skepna, sem gekk upp-
rétt. Að ofan var hún líkust manni, en að neðan var
hún eins og geit með loðna fætur og klaufir. Gekk
þessi vera yfir veginn og hvarf inn í skóg, sem var
hinu megin við bann. Telpurnar urðu afar hræddar og
æptu upp yfir sig, og kom þá til þeirra fullorðin stúlka,
sem var þar með þeim. Vildi hún telja þeim trú um,
að þeim hefði missýnst. Var nú athugaður vegurinn á
Þeim stað, sem skepna þessi hafði farið yfir hann, og
sáust þar greinileg klaufaspor. — Skógarverur af þessu
tæi eru einnig vel þektar úr grískum sögnum, og köll-
uðu Grikkir þá ,,fána‘l.
Það eru nú engin einsdæmi, að menn þykist stund-
um, enn þann dag í dag, sjá náttúruanda af líku tæi, sem
Grikkjum varð svo tíðrætt um í sögnum sínum og skáld-
skap. — Austur á landi þóttist maður eigi alls fyrir löngu
hafa séð stóra veru, sem eftir lýsingunni var „kentár“
eða „mannhestur“.
í ])eásu sambandi get eg ságt frá því, að eg í fyrra
átti tal við Mr. Bolt; sem kom hingað á vegum hinnar
svonefndu „Almennu kirkjudeildar“. Sagði hann frá
Því, að hann hefði séð hér mikið af ýmis konar álfa-
verum, þegar hann einn dag fór upp að Esju. Ef til vill
eru það fleiri en menn alment vita um, sem skygnir
eru á hinar ýmsu tegundir náttúruanda. Er og full
5