Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 67
MORGUNN
61
bezt til fallinn, og- miðillinn, sem var kona, fremur lítil og
veikbygð, féll fljótt 1 dá. Eftir nokkra stund rís hún á
fætur sem alt önnur manneskja, eys yfir þau óbótaskömm-
um með dimmri rödd, og spyr, hvaða erindi þau eigi hing-
að, þau skuli þegar hafa sig á burt. Hermaðurinn gaf þá
skýringu, að karlvera hefði tekið sér bústað í miðlinum,
°g mundi sá þeim eigi vinveittur. Enda skifti það eng-
um togum. Veran ræðst á hermanninn og ber hann til
blóðs. Sumir fundarmenn leggja á flótta út úr húsinu, og
eftir urðu aðeins frá Tweedale og tveir karlmenn. En
svo fór, að þau urðu einnig hrakin af hólmi, lamin og með
rifin föt. Virtist þá veran alt í einu yfirgefa miðilinn,
Því að hún datt sem dauð niður og hreyfði hvorki legg né
iið. Þau báru nú miðilinn út í garðinn og lifnaði hún við
smám saman. Og þegar ])au skildu, sýndist hún hafa náð
sér til fulls. Hermaðurinn vildi ekki láta hér við lenda og
gekst fyrir ]>ví nokkrum dögum síðar, að fá fund á sama
stað með sama miðli. Þó að flestir ]>eir, sem á fyrra fund-
inum voru, skoruðust undan, var Mrs. Tweedale þó með.
®r styzst frá að segja, að alt byrjaði á sama hátt og fyrr.
Karlveran kom aftur í samband og ætlaði að byrja á
sama leik. En hermaðurinn var nú betur undir búinn og
fók að beita veruna alskonar fortölum og særingum. —
Oekk þetta í nokkru þófi, ]>angað til veran loksins hörfaði
Ur sambandinu, án ]>ess að hafa gert neitt af sér í það
sinn. — En ]>á kom önnur vera í sambandið, auðsjáan-
iega kvenvera, sem ekki linti á gráti og kveinstöfum. —
Kallaði hún á hjálp fyrir húsbónda sinn, því að einhver
„hraeðilegur doktor“, er hún nefndi svo, væri að kyrkja
hann. Síðan kallaði hún aftur á hjálp í enn meira ofboði,
°g sagði, að nú hefði doktorinn drepið húsbónda sinn, og
^etlaði nú að drepa hana. Sýndist hún nú heyja ákafa bar-
áttu við ósýnilega veru, en Mrs. Tweedale og hin, sem við-
Stödd voru, komu henni til hjálpar. Hermaðurinn hóf nú
aftur særingar sínar gegn hinum „hræðilega doktor“ og
virtist honum takast að kveða hann niður, því að bar-