Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 43
M 0 R GU N N
37
uPpi á höfðinu. Hann hafi átt mikið af bókum, og þyki
vænt um þær ennþá. Stafar nafnið Níelsson, en segir
svo rétt á eftir alveg skýrt: „Haraldur Níelsson“. Nefn-
h' dóttur, en snýr sér svo alt í einu að mér með ákafa
°g segir, að hann segi, að eg sé konan sín á jörðinni,
en svo eigi hann aðra konu í andaheiminum. Hann seg-
ist hafa komið áður í samband, líklega talað við mig
hjá öðrum miðlum, heldur, að hann hafi komið einhverj-
um sönnunum hjá þeim, biður mig að halda áfram.
Miðillinn fer að reyna að lýsa heimili okkar, segir,
að landið sé fjöllótt og miklar hæðir í því, nefnir Is-
land rétt á eftir. Segir, að við höfum búið í stóru húsi,
það sé spítali, heldur, að maðurinn hafi verið læknir við
spítalann, en tekur sig strax á því og segir, að hann hafi
verið prestur sjúklinganna á spitalanum. Maðurinn seg-
ist eiga mörg börn; það séu tveir flokkar, börn, sem
hann hafi átt með báðum konunum. Talar um eina
dóttur sína, sem sé heima hjá mér, hún sé að hugsa um
að fara eitthvað burtu, en hún skuli ekki gera það fyrst
um sinn; það liggi annað fyrir henni nú. Eg nefni Crewe,
en tala ekki um að eg sé búin að vera þar. Miðillinn seg-
h' þá, að Haraldur segist hafa verið þar með mér, og
það hafi komið mynd af sér á plötuna, en hann sé hrædd-
ur um að hún sé ekki nógu skýr, því það hafi verið svo
margir viðstaddir úr andaheiminum og þeir hafi troðist
að. (Á myndinni eru einmitt mikið fleiri andaandlit, en
af Haraldi, ef vel er að gáð). Segir, að ef myndin sé ekki
Sóð, þá skuli eg þó ekki fara til ljósmyndamiðla í Lon-
don, heldur aftur til Crewe, ef eg mögulega geti. Segist
hafa staðfð við öxlina á mér á myndinni, svo nærri mér
sem hann hafi getað.
Þá fer miðillinn að tala um bælcur, sem Haraldur
hafi skrifað, hann sé mér mjög þakklátur fyrir starf,
sem eg sé að vinna í sambandi við þessar bækur. Hann
biðji mig að halda áfram við það verk, og hann biðji að