Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 120
114
MORGUNN
Eftir stutta stund reis eldri forsetinn úr sæti sínu, og
segir við ]>ann síðari, með töluverðum myndugleik og'
án frekari umsvifa: „Eg ætla nú ekki beinlínis að skipa
yður að fara héðan út. Þjer getið verið hérna ]>angað
til þér eruð búinn að átta yður, en ])á verðið þér að fara“.
Að vísu hafði þetta ávarp ekki tilætluð áhrif á nýlátna
forsetann, ])ví að sennilega hefir hann ekki skilið, hvað
hinn átti við, en samt fór hann út nokkru síðar, og seg-
ir ])á eldri forsetinn við konu sína: „Mér er ekkert um
þennan mann, og mér hefir aldrei líkað, hvernig hann
hefir stjórnað landinu“.
Frú Larsen segir, að þessi gömlu forsetahjón muni
hafa hafst við í Hvíta húsinu öll þessi ár, sem liðin
voru, síðan ])au dóu, og að þau muni ekki hafa getað
]>roskast og komist hærra, vegna þess, að ]>au voru enn
þá með hugann svo bundinn við ])að umhverfi, þar sem
þau höfðu áður lifað svo glæsilegu lífi, og haft svo mik-
ið vald. Fylgdust |>au ])annig með öllu, sem gerst hafði, og
var enn að gerast í forsetabústaðnum, og segir hún, að
])annig muni þau halda áfram að vera, þangað til ]>au
fái eitthvert æðra takmark að keppa að, en þau hafa
fram að þessu komið auga á.
Frú Larsen segir, að sumir þeir, sem dánir eru,
komist þegar í stað að raun um, hvernig ástatt sé, en
aðra gruni óljóst, að einhver breyting hafi orðið, en vilji
ekki kannast við, að ]>að muni vera sú mikilvæga breyt-
ing, sem það í rauninni er, og til þess að halda |>eirri
hugsun frá sér, þá reyna ]>eir eftir mætti að halda áfram
]>eim störfum, sem þeir fengust mest við í jarðlífinu.
Langflestir eru hinsvegar svo ruglaðir, að ]>á grunar
alls ekki, hvað stórfeld breyting hefir orðið á lífi þeirra.
Þeir eru ekki fyr lausir við jarðneska líkamann, en ]>eir
snúa sér að þeirn störfum, sem þeir höfðu stundað með-
an þeir lifðu. Þeir fara á þá staði, sem Jæir unnu, og vilja
halda venjulegu störfunum áfram, en skilja ekkert í, hvað
lítill gaumur ]æim er gefinn, og hve alt gengur ]>eim á