Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 21
MOltGUNN
15
sér, að af því að Jesús lifði heilögu lífi, þá hafi verið sér-
stök skilyrði fyrir svo máttuga veru, sem hann var, til
þess að nota efni úr hinum jarðneska líkama hans í
þann líkama, sem hann birtist hér á jörðinni eftir upp-
risuna. Mér kemur ekki til hugar að fullyrða neitt um
þessi efni. Eg hefi jafnvel ekki tilhneiging til þess að
koma með neinar getgátur. En á hitt skal eg benda, að
þó að efni kunni að hafa verið tekin úr hinum jarðneska
líkama Jesú til þess að mynda upprisulíkamann, þá
verður ekki sagt með réttu, að upprisulíkaminn sé sá
sami og jarðneski líkaminn. Hann hefir alt önnur ein-
kenni. Hann kemur og hverfur með alt öðrum hætti.
Líkamningurinn á miðilsfundum er ekki sami líkaminn
sem hinn jarðneski líkami miðilsins, þó að efni í líkamn-
inginn séu vafalaust að einhverju leyti tekin úr þeim
líkama.
Þessi skýring rýrir ekki að neinu leyti tign Jesú, ef
nétt er á litið. Það er engin læging fyrir hann að nota þau
iögmál, sem skapari alheimsins hefir sett. Og það er
honum ekki heldur nein læging, að vér reynum af al-
efli að finna þau lögmál, sem hann hefir faiúð eftir.
Áður en eg skilst við aflíkamninguna og tómu gröf-
ina, get eg ekki stilt mig um að benda yður á ummæli
eftir einhvern mesta speking aldarinnar, Sir Oliver
Lodge. Hann er að tala um þessi efni. Honum kemur
alls ekki til hugar, að tóma gröfin -sanni upprisu holds-
ins. En honum þykir afar mikils vert um frásagnirnar
um tómu gröfina og um líkamningarnar, ef þar reynist
um sannleika að tefla. Hann kveður svo að orði:
,,Eigum vér að takmarga ætlanir vorar um það, hvað
mögulegt sé í þessum alheimi, við hugmyndir manna,
sem dragnast áfram á þessari plánetu? Við það, sem þeir
eru að neita? Við ]>að, sem er mögulegt á ]>eirra þroska-
stigi? Vér heyrum ekki um allar aldir ]>essari plánetu
til, heldur alheiminum; og alveg eins og hinn jarðneski
alheimur hefir fært út verksvið sitt, eins er hinn hugræni