Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 134
128
MOKGUNN
... I þessu erindi víkur Sir Oliver Lodge að
^hnöttumUm á öðrum hnöttum. Hann kemst þar
meðal annars svo að orði: „Yið og við
mætir oss sú spurning, hve margir hnettir séu bygðir,
auk þessa hnattar. Þetta virðist mikilvægt mál, einkum
ef menn hugsa sér, að ef efnið í alheiminum sé óbygt, þá
sé ekkert gagn að ])ví. Það gæti verið rétt, ef ekki væru
neinir aðrir möguleikar fyrir tilveru lífsins og hugarins.
Nú hefir hinn mikli eðlisfræðingur Dr. Jeans, sem jafn-
framt því að vera eðlisfræðingur, hefir líka verið forseti
konunglega stjörnufélagsins, komist að þeirri ályktun, að
sólkerfin séu fágæt í alheiminum. Um tíma hafði hann til-
hneiging til að ætla, að þetta væri eina sólkerfið. Mikið
er til af efni í alheiminum, en ])að virðist vei’a undantekn-
ingar-viðburður að sólkerfi myndist — að plánetur verði
til út úr sólinni, eða út úr öðrum stjörnum líkum henni-
Menn hafa komist á þá skoðun, að myndun plánetanna
stafi af því, að önnur sól fari fram hjá sólunni, ekki langt
frá henni. Kenningin er sú, að sólin hafi einhvern tíma
orðið fyrir truflun af annari stjörnu, sem hafi verið á
hreyfingu einhversstaðar í grend við hana, og með þeim
hætti valdið því, að vor sól sendi út frá sér stroku af
gaskendu efni í áttina til stjörnunnar, sem trufluninni
olli; þetta gaskenda efni hafi verið þykt um miðjuna, en
smá-mjókkandi til beggja endanna. Þegar ]>etta efni var
orðið eitt sér, storknaði ]iað hægt og hægt, og brotnaði
sundur og varð að plánetum; til beggja endanna urðu
þær litlar, en úr miðjunni stórar plánetur. En aðrir eins
viðburðir og þessir hljóta sjaldan að gerast; ])að ber afar-
sjaldan við, að stjörnur komi svo nærri hver annari, að
þetta komi fyrir. — Fyrir Alfred Russel Wallace vakti ])að
líka, en ekki bygt á nægilegum ástæðum, að ]>essi jörð
kynni að vera eina bygða plánetan. Sennilega er ]>að öfg-
ar, og ekki líkleg tilgáta. En vér verðum að kannast við
])að, sem árangur af vísindalegum rannsóknum, að byggi'
legir hnettir séu fátíðari en vér kunnum að hafa gert oss