Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 114
108
MOEGUNN
farið aftur í líkamann, þegar hann vill, eða hann hverfur
þangað ósjálfrátt, ef eitthvað óvænt kemur fyrir jarð-
neska líkamann.
Sambandinu milli þessara tveggja líkama er sem sé
haldið við með einskonar streng, eða þræði, sem er mjög
teygjanlegur, gildur eða grannur eftir því, hvað langt
astral-líkaminn er frá jarðneska líkamanum. Strengurinn
er úr einhverju því efni, að hann slitnar ekki, þótt eitt-
hvað fari þvert í gegnum hann; og þó að fjöldi manna sé
saman kominn einhvers staðar, í astral-líkamanum, og
gangi þar hver innan um aðra, er heldur engin hætta á,
að strengirnir flækist saman.
Eftir þessum streng leiðist lífsaflið, og er hann nauð-
synlegur til þess að halda lífinu í jarðneska líkamanum,
en ef strengurinn slitnar, deyr maðurinn þegar í stað.
Segir höfundur, að í rauninni sé enginn munur á sál-
förunum og sjálfum dauðanum, nema sá. að í sálförun-
um er strengurinn saman tengdur, en í hinu tilfellinu
er hann slitinn. Hefir bæði hann og ýmsir fleiri getið sér
til, að þar sem talað er um silfurþráðinn í síðasta kapítula
Prédikarans í Gamla testamentinu, sé einmitt átt við
]>ennan streng.
í fyrsta skifti, sem Sylvan Muldoon kveðst hafa far-
ið úr iíkamanum, segist hann alt í einu hafa orðið var
við, að hann lá eins og i loftinu, svo sem feti fyrir of-
an rúmið sitt. Reistist hann brátt við, og sá þá greini-
lega, að hann lá sjálfur í rúminu eftir sem áður. Hélt
hann þá, að hann væri dáinn. Annars fanst honum hann
vera alveg eins og hann átti að sér, og datt ekki í hug
annað, en að allir hlytu að sjá sig. Hann lagði af stað út
úr herberginu sínu, en er hann ætlaði að opna hurðina,
gat hann það ekki, enda ])urfti hann þess ekki með, því
að hann fór í gegnum hana. Ætlaði hann þá að vekja
einhvern, til þess að segja, hvað gerst hefði, en hvernig
sem hann lét, gat hann það ekki, hann kallaði, en enginn
heyrði, hann ætlaði að þrífa í þann, sem hann vildi