Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 106
100
M 0 R G U N N
ligfíja fyrir framan hana á allavega bláum slæðum, og
var mér sagt um leið, að nú væri hún að vakna; hún
hefði verið svo þreytt.
Þessi litla stúlka okkar virtist að mörgu leyti ó-
venjulegt barn. Hún var svo róleg, að eg varð að hafa
sterkar gætur á að gefa henni að drekka; hún hljóðaði
aldrei, lá vakandi tímunum saman. Það virtist vera ó-
venju friður yfir henni; hún var þó skýrleg, glaðleg og
fjörmikil eftir að hún komst á fót. Það var einhver ynd-
isleikur, sem einkendi hana fram yfir hin börnin okkar.
Strax, þegar hún var nýfædd, sá eg þessa sömu konu hjá
vöggunni hennar, sem tók á móti henni, þegar hún var
að skilja við. Það var engu líkara, en að hún héldi vörð
yfir barninu. En síðan hún dó, hefi eg ekki orðið vör
við hana.
Sálfarir.
Erinði flutt í 5. R. F. í. 27. marz 1930.
Eftir Eggert E\ Briem.
Það var einhverntíma í vetur sem leið, að eg hitti
kunningja minn, sem vissi að eg hafði áhuga á sálræn-
um efnum, og kvaðst hann ætla að segja mér dálitið ein-
kennilega sögu.
Hann bjó í herbergi með félaga sínum, og nokkuð
seint kvöldið áður, er hann var búinn að slökkva ljósið,
en ekki sofnaður, vaknar þessi félagi hans, sem var sofn-
aður fyrir skömmu, alt í einu, rís upp og kveikir sér
í vindling. Kunningi minn spyr hann, hvað þetta eigi að
þýða, að fara að kveikja í sígarettu núna um hánótt.
„Heldurðu að mér veiti af að hressa mig á einni sígar-