Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 84
78
MORGUNN
svitann framan úr sér. Eg va.tt mér að honum og heils-
aði honum, en hann brást illa við og tók alls ekki kveðju
minni.
„Það var þó gott, að það varð ekki verra úr þvír
hugsaði eg, og ætlaði að snúa aftur til þess að ná í tösku
mína, en þá segir rödd föður míns við mig: ,,Þú verður
að veita þessum manni eftirför“.
,,Eg gerði þetta og var maðurinn þó alt annað en
árennilegur. Hann sneri sér við og spurði byrstur, hvað
þetta ætti að þýða. Eg sagði til nafns míns. Hann hróp-
ar upp: „Hvemig stendur á þessu, þér eruð Colley, og
eg var að leita að yður. Farið þér til sjómálastjórnar-
innar og segið ------ yfirforingja, að hann eigi að sjá
yður fyrir starfi. Eg þarf að halda á yður í uppfundn-
ingadeildinni. Verði yður ekki strax tekið vel, þá skul-
uð þér segja, að Jakie Fisher* hafi sent yður“.
Á þennan undrunarverða hátt varð Colley æðsti til-
raunastjóri í uppfundningadeildinni. Var hann þarna,
að því er hann sagði sjálfur, vel settur til þess að veita
móttöku „bendingum frá öðrum heimi“, og uppfundn-
ingum hugvitsmanna, sem mikið gagn varð að í styrj-
öldinni.
„Úr andaheimi,“ sagði hann, „varð eg fyrir und-
ursamlegum áhrifum til þess að framkvæma eitt og ann-
að. Og að minsta kosti þrisvar sinnum voru mér birtar
uppfundningar, sem urðu þjóð vorri til hinna mestu
nytsemda“.
Vamir gegn árásum loftskipa.
Ræðumaður hélt því fram, að faðir sinn hefði veitt
®ér hina mestu hjálp til þess að gera ráðstafanir til
varnar gegn loftskipunum þýzku, er hvað eftir annað
voru send til Lundúna. Tókst að skjóta skip þessi nið-
ur þrisvar sinnum, og segir Colley, að faðir sinn hafi
Fisher lávarður var æðsti maður flotamálastjórnarinnar.