Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 16
10
M OliGUNN
eilífu lögmál með tignarlegri krafti. Þó að við séum öll
„börn hins hæsta“, þá er ekkert því til fyrirstöðu, að
trúa því með lotningu, að hann hafi getað nálgast meira
en vér það, sem er óendanlega fjarri, nálgast það svo
miklu meira en vér, að þann mismun getum vér ekki
mælt“.
Árangur sálarrannsóknanna hefir þá staðfest upp-
risutrúna. En hvað er það í henni, sem hann hefir stað-
fest? Hann hefir staðfest það, að Jesús hafi birzt eftir
andlátið, að svo miklu leyti, sem unt virðist vera að fá
staðfesting á því sögulega atriði. Fyrirbrigðin, sem sann-
ast hafa við sálarrannsóknirnar, eru þess eðlis, að þau
nema burt örðugleikana við að trúa upprisunni, og reynd-
ar megninu af fyrirbrigðum Nýja Testamentisins. En þau
veita trúnni á lílcamlega upprisu enga staðfesting. Þau
benda ekki á neina „tóma gröf“. I>au staðfesta ekki neitt
samband milli ]>ess, að framliðnir menn birtist, og and-
vana líkama þeirra.
Sannast að segja er mér ekki vel skiljanlegt, að kenni-
mönnum, né neinum öðrum mentuðum trúmönnum, skuli
vera ]>að nokkurt kappsmál, að halda í trúna á líkam-
lega upprisu Jesú. Það gerir hann ekki að neinu leyti dýr-
legri — að minsta kosti ekki í mínum augum — ]>ó að
jarðneskur líkami hans hafi birzt eftir andlát hans. Ein-
hvernveginn hefir sú hugmynd komist inn í kristnina, að
með þessu hafi hann sannað guðdóm sinn. Eg skil ekkert
í því. Engar tilraunir til þess að halda fram guðdómi
hans vekja neitt bergmál í minni sál. Eg veit ekkert, hvað
það er að vera guð, og eg veit ekki, hvernig líkamleg upp-
risa hans eða neitt annað, ætti að geta sannað, að hann
sé ]>að. Hitt skil eg, og því trúi eg, að hann hafi leitt í
ljós lífið og ódauðleikann. Og mér finst hver fylgismaður
hans ætti að geta sætt sig við það, ef hann getur öðlast þá
sannfæring, að Jesús sé máttug og tilbeiðsluverð vera,
sem auk þess sé vinur vor og bróðir.
Ekki gefur ]>að heldur fagnaðarboðskapnum að neinu