Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 19
M 0 R G U N N
13
þau sanni neina upprisu holdsins — að þau sanni það, að
sami líkami sé að birtast, sem lagður var í gröf. Hvers-
vegna ættum vér þá að draga slíka ályktun af nákvæmlega
sams konar atburðum, sem Jesús frá Nazaret er við rið-
inn? —
Eg geri ráð fyrir, að mér verði svarað því, að „tóma
gröfin“ valdi því, að vér verðum að draga aðrar álykt-
anir af upprisusögunum en af líkamningafyrirbrigðum
nútímans. Nú skal eg fyrst láta þess getið, að eg er ekk-
ert að véfengja frásagnirnar um, að gröfin hafi verið
tóm. Ekki er eg heldur neitt að véfengja ]>að, að líkam-
inn hafi hoi'fið úr gröfinni með einhverjum yfirvenjuleg-
um hætti. Auðvitað verður tæplega sagt, að jafnauðvelt
sé að reiða sig á þær sögur eins og hitt, að Jesús hafi
birzt eftir andlátið. En mennirnir hafa fengið nokkura
neynslu af því að neita frásögnum Nýja Testamentisins,
og ættu að vera farnir að læra að gera það að minsca
kosti með varúð.
En þó að frásagnirnar um „tómu gröfina“ séu telai-
ar gildar, ]>á virðist mér í meira lagi djarft að draga af
því þá sjálfsögðu ályktun, að Jesús hafi eftir andlátið
birzt í sama líkamanum, sem lagður var í gröfina. Auð-
vitað getur enginn fullyrt neitt með neinum rökum um
]>að, hvað oröið hafi af líkamanum. En ekki er það ofvaxið
ímyndunarafli manna að hugsa sér, að eitthvað hafi ann-
að orðið af honum en ]iað, sem kirkjan hefir kent.
Eg veit vel, að beita verður hinni mestu varkárni, ef
menn ætla sér að leita að skýringum á „tómu gröfinni“ í
árangri sálarrannsóknanna. En að minsta kosti getum
vér sagt, að ef ekki er, eða verður, unt að finna hana þar,
þá sé öll líkindi til að hún sé ófinnanleg. Og menn hafa
leitað að skýringunni þar. Við sálarrannsóknirnar hefir
komið fram fyrirbrigði, sem nefnt hefir verið aflíkamn-
ing (dematerialisation). Þá verður annaðhvort hlutur ó-
skynjanlegur, án þess að ástæða sé til þess að ætla að
bann hafi fluzt úr stað, eða hann flyzt úr stað, ef til vill