Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 95
M O R GU N N
89
hjá mér, og hélt um hönd mína, en eg gat ekki að
heldur losnað við þann kraft, sem ásótti mig.
Finst mér þá, sem eg sjái út á löðrandi hafið, og
veður vera afarvont. Mótorbátur veltist í hafrótinu, ým-
!«t hverfur eða sést svo aftur. Á bátnum sé eg 5 menn,
aHa sjóklædda, og berjast þeir við að halda bátnum í
h°rfinu. — Loks hvarf báturinn alveg.
Sé eg þá hvar 5 sjóklæddir menn koma upp á
^’yggjuna í Vestmannaeyjum (því þetta gerðist þar).
I3eir ríða allir hví'tum hestum, og fara geyst eftir göt-
Unum; fanst mér það líkast því, sem eg hefi heyrt tal-
um helreiðar.
Þannig fara þeir allir upp í kirkju, og hafa þar
^álitla viðdvöl, koma svo út aftur, og fara austur í
kmkjugarð og hverfa þar.
Þetta stóð aðeins nokkrar mínútur, en mikið var
eg þreytt og fegin að losna við þetta.
Réttum 3 vikum seinna var aftakaveður við Vest-
n'lannaeyjar; óskaði eg þá, að enginn væri á sjó. En um
^uegisbil kom maðurinn minn heim, og sagði mér, að
einn bátur hefði róið. Laust eftir kl. 1 um daginn fór
sækja á mig svefn og ógleði. Eg gat þó lengi haldið
Jafnvægi; mér fanst þá sagt við mig: „Manstu eftir
átnum, sem þú sást, þegar þú lágst um daginn?“ —
ankaði eg þá við mér; annars var sá atburður lið-
11111 mér úr minni.
Loks fór þó svo, að eg varð að hætta við verk mitt,
°g legg-jast fyrir. Eg sofnaði ekki, en lá í dvala. Sá eg
Ua Þát enn á ný, í samskonar ástandi og í fyrra skiftið;
niennirnir voru 5, eins og í fyrri sýninni, og virtust allir
'ei‘a rólegir við að halda bátnum í jafnvægi. Mér fanst
1 að Vera Vestmannaeyjabátur, og mennirnir allir það-
an- Sýnin hélzt til klukkan 6 um kvöldið. Þá hvarf mér
aÞ, og var sagt um leið, að nú væri alt búið.
Þennan sama dag fórst mb. Mínerva í Vestmanna-