Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 53
MOEGUNN
47
ekki, hann sé með litlum steinum; hann hafi brotnað
og liggi í litlum kassa niður í skúffu, þar sé líka prjónn,
löng brjóstnál og silkiband. Þetta er alveg rétt, hring-
inn bar eg sem ung stúlka, sterk minning um vinkonu
naína er einmitt tengd hringnum. Þá spyr miðillinn,
hvort eg þekki Elínu, það sé gömul kona í andaheimi
inum; það mun vera afasystir ungu stúlkunnar. Man
eg eftir henni, frá því við vorum börn. Segir, að eg^
geymi í albúmi innan um margar aðrar myndir, mynd
af ungu stúlkunni. (Rétt). Hún hafi verið yndisleg
stúlka, en ekki auðvelt að þekkja hana. Hún segi, að
eg og systir sín höfum ekki verið farnar að hugsa um
sálræn efni, þegar hún hafi dáið; það hafi verið ástæð-
an til þess, að við byrjuðum á því, (þetta er alveg rétt),
við höfðum hjálpað henni með því, og hún hafi hjálpað
okkur.
Miðillinn segir, að hjá mér standi nú 70—80 ára
gömul kona; hún segist hafa átt borð og stól og klukku,
sem sé hjá mér. Hún hafi líka átt ferkantaðan kassa,
í honum sé ýmislegt samsafn, kort, sendibréf og svo
sé þar ein karlmannsmynd. Þetta er auðvitað móðir
mín, og það er rétt alt, sem hún telur upp, að hún
hafi átt. Eftir kaissanum mundi eg ekki, en fann hann,
hegar eg kom heim; þar var, innan um alls konar
Pappíra, ein einasta mynd; hún var af föður mínum..
Fundur með Mrs. Garrett,
31. júlí 1929.
Miðillinn sofnar strax, öllu hagað eins og seinast.
Miðillinn segir, að það séu þrír menn með mér í dag,
maðurinn minn og tveir aðrir, snýr sér þá strax að því
að tala um Harald. Kemur með ágæta lýsingu af honum;
segir, að hann hafi verið alveg óvenjulegur maður, bæði
að gáfum og dugnaði, hann hafi alt af verið að hugsa um
að gera eitthvað fyrir aðra, hann hafi gengið fram af sér