Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 126
120
MORGUNN
lengi og að svo miklu leyti, sem henni er unt, meira að
segja getur það einmitt verið hennar þroskaleið, að þurfa
að vera bundin við jörðina og líf barnanna sinna, eins
lengi og þau þurfa þess með, og hún getur komið því við.
Þetta vildi eg taka sérstaklega fram í þessu sam-
bandi, til þess að enginn skuli fá þá hugmynd, að það
þurfi alt af að standa í sambandi við andlegan þroska
eða eiginleika mannsins, hvort hann er jarðbundinn eða
ekki, ])ótt stundum kunni það að vera svo.
Þegar frú Larsen var orðin til þess hæf, fór hún að
fara sálförum til æðri sviða, fyrst til hins þriðja og f jórða,
sem hún kallar svo, en síðan til neðri sviðanna. f bók
sinni lýsir hún þó ekki svo mjög ítarlega ]iessum æðri
sviðum, en skýrir meira frá hinu fyrsta, þangað sem henni
virðist flestir fara og dveljast á fyrst í stað.
Hún lýsir fyrsta sviðinu ]>annig, að það sé ekki ólíkt
okkar heimi að mörgu leyti, og ])ó að það sé dimt og drunga-
legt samanborið við æðri sviðin, þá segir hún, að birtan
sé þó meiri þar en á jörðinni. Hún segist hafa komið þar
í geysi-stóra borg, sem líktist mjög jarðneskum borgum,
með húsaröðum við götur, sem lágu í allar áttir, og voru
húsin notuð til allra hugsanlegra hluta, eins og á jörð-
inni. Umferðin var meiri en í nokkurri borg á jörðinni.
Ótölulegur fjöldi framliðinna manna flýtti sér fram hjá
henni í allar áttir. Flest voru það nýlátnir menn, var
henni sagt af leiðbeinanda þeim, sem alt af fylgdi henni
á þessum ferðum. Henni virtist. allir vera mjög truflaðir
og eins og þeir væru að leita að einhverju. Að því er séð
varð, voru fæstir þeirra enn búnir að átta sig á því, að þeir
væru komnir í annan heim, og voru eins og ]>eir skildu
ekkert í því, hvernig gæti staðið á því, að þeir væru alt
í einu komnir innan um alt þetta ókunna fólk í borg, sem
líktist þeim borgum, sem þeir höfðu áður komið í, en
þó að öllu leyti svo einkennilegri. Allir voru ])eir klædd-
ir eins og þeir höfðu verið á jörðinni, og allir virtust
reyna að lifa lífinu eins og þeir höfðu gjört á jörðinni,