Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 82
76
MORGUNN
verðar síns. Alt í einu var sem hvíslað væri í eyra hon-
um, eins greinilega og verið væri að fóna til hans og hann
væri með heyrnartól talsímans við eyra sér: „Komdu
strax, drengur minn, eg er dáinn“.
Hann fór strax til ofurstans og bað um brottfarar-
leyfi, og án þess að hafa á öðru að byggja en þessu hug-
skeyti, sagði hann við ofurstann: „Faðir minn er ný-
dáinn“.
Hann vissi ekki annað en faðir sinn væri í Rugby
og þangað ætlaði hann að kaupa sér farmiða. En án þess
hann vissi hvernig á því stóð, þá bað hann um farmiða til
Middlesborough. Hann gat enga grein gert sér fyrir því,
hvernig þetta hefði atvikast svona, en hélt þó að líklega
ætti þetta svona að vera, og það mundi ])á koma í ljós á
sínum tíma.
Þegar hann var kominn inn í brautarlestina, opnaði
hann blaðið Daily Mail og las þar þessa yfirskrift: „And-
lát Colleys erkidjákna á kirkjufundinum í Middlesbo-
rough“. Þegar ]>angað kom, frétti hann, að rétt áður en
faðir hans dó, hefði hann viljað senda syni sínum sím-
skeyti, en fallið frá því aftur og sagt: „Hann er nú í
önnum við prófritgerðir. Fg ætla að segja honum ];að
sjálfur, þegar eg er dáinn“. Þessi voru hans síðustu orð
og rétt á eftir var hann liðið lík.
Glerið og leyniskeytið.
Colley ofursti hélt svo áfram ræðu sinni á þessa
leið: „Nú ætla eg að segja ykkur af þeirri dásamlegu
hjálp, sem faðir minn veitti Englandi, úr andaheimin-
um, meðan á heimsstyrjöldinni stóð:
Mjög snemma í styrjöldinni var Colley ofursti
aðstoðarforingi við fyrstu stórskotaliðsdeildina í
Woolwich. Þá bar það til, snemma morguns, er hann
sat á hestsbaki, að hann heyrði rödd föður síns. Lagði
röddin það fyrir hann að hverfa heim til bústaðar síns
og taka úr smásjá sinni sérstakt þrístrent gler. Hann