Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 132
126
M 0 Ií G U N N
mannsins, þó aldrei hefði verið minst einu orði á fram-
haldslíf, þó eg hefði aldrei verið á sambandsfundi eða
farið til miðils, og yfirleitt ])ó engan í öllum heiminum
hefði grunað, að til væri líf eftir dauðann, þá myndi eg
samt trúa því skilyrðislaust, að eg væri ódauðleg persóna,
því eg hefi reynsluna fyrir því að geta farið sálförum í
astral-líkamanum“.
í upphafi ]jessa erindis leitaðist eg við að færa fram
nokkrar sannanir l’yrir því, að sálfarir gætu átt sér stað,
og ættu sér áreiðanlega stað í mörgum tilfellum. Og sag-
an, sem eg sagði yður um kunningja minn hér í byrjun,
er alveg sama eðlis og frásagnir |>eirra annara, sem héi*
hefir verið sagt frá. Eftir henni að dæma, virðist ]>etta
geta komið fyrir hvert af oss, sem vera skal, og hvenæi*
sem vera skal. Er meira að segja ekki ólíklegt, að sálfarir
séu einn af hinum mörgu bundnu hæfileikum mannssálar-
innar, og hugsanlegt er, að sá hæfileiki eigi eftir að
þroskast svo, er tímar líða, að hver og einn geti farið sál-
förum er hann vill.
Það er ]>ví mikilsvarðandi, að menn láti það ekki koma
sér á óvart, ef eitthvað |>essu líkt kann að koma fyrir ]>á,
heldur taki öllu slíku með opnum huga, og reyni frekar
að ]>roska þennan hæfileika, en bæla hann niður, ]>ví l>á
getur ]>að eins og aðrir sálrænir hæfileikar orðið til ó-
metanlegs góðs. En ef þeir svo með tímanum eiga ]>ess
kost, að verða fyrir einhverri ]>eirri reynslu, sem menn
alment ekki eiga kost á, væri þakkarvert, að þeir vildu
]>á segja öðrum frá því, sem fyrir ])á ber. Og þegar almenn
viðurkenning vísindanna fæst á ])eim staðreyndum, sem
sálarrannsóknamenn nútímans telja sig þegar hafa sleg-
ið föstum, um sjálfstæða tilveru og framhaldslíf sálar-
innar, fer ekki hjá því, að ]>á mun árangurinn verða sá,
að menn fara meira að sækjast eftir ]>eirri fræðslu, sem
talin er að fengist hafi um fyrstu stig framhaldslífsins,
og að ]>ví er vænta má, muni þá leitast við að haga líf1
sínu hér í heimi í samræmi við þá fræðslu.