Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 40
34
MORGUNN
frá þeim væri svo þægilegt, eiginlega læknandi kraft-
ur. Hún sagði mér ýmislegt um sjálfa mig og um fram-
tíð mína, sem hér verður ekki farið nánar út í.
Loks segir hún, að nú sé kominn maður úr hinum
heiminum; heldur, að hann sé um fertugt, hár, en frem-
ur grannur, með yfirskegg. Með honum sé kona, sem
sýnist vera um sextugt, en segir þó, að hún geti verið
eldri. Konan sé lagleg, með gisið, dökt hár; hún hafi
ekki verið orðin bogin og hafi ekki verið útslitin, þeg-
ar hún dó. Þessi karlmaður og kona leiðast, og heldur
Lúlú, að þau séu foreldrar mínir. Lýsingin er rétt, það
sem hún nær, nema hvað þau bæði voru nokkuð eldri
en hér segir, þegar þau dóu, móðir mín var þó tals-
vert unglegri i sjón, en hún hafði aldur til. Lúlú segir,
að foreldrar mínir séu mjög ánægð yfir því, að eg sé
komin þarna, þau umlyki mig með elsku; segir, að
móðir mín hafi ekki kært sig mikið um ytri heiminn,
hún hafi ekki hugsað em annað en sitt heimili. Alt i
einu þreifar Lúlú með ákafa á vinstri hönd minni, talar
um hring, segir, að móðir mín sé óánægð yfir því, að
hún finni ekki hringinn á hendinni á mér. Eg kannast
þá við, að eg sé vön að bera hring, sem móðir mín hafi
gefið mér, á baugfingri vinstri handar, en hringurinn
hafði brotnað þennan sama morgun. Þá er skilað til'
mín, að láta gera við hringinn sem fyrst, móðir mín
vilji, að eg beri hann. Síðan spyr Lúlú frá henni, hvort
eg geymi enn þá silkislæðuna hennar, segir, að hún sé-
blá, grá og svört á litinn; eg segist geyma hana. Þá
komai ýms skilaboð um, hvernig eg eigi að gæta heils-
unnar. Síðan kemur lýsing á minnismerki, sem er við
hliðina á gröf móður minnar, en ekki var sú lýsing ná-
kvæm. '
Þá fer Lúlú að lýsa manni, sem hún heldur, að
hafi dáið á milli fimtugs og sextugs; heldur hún, að
hann hafi verið afi minn, en ekki kannaðist eg við þá
lýsingu, sem hún gaf. Hún segir, að hann hafi haft