Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 116
110
M 0 R G U N N
þennan hátt, er þá svipuð sjónhverfingunni, sem maður
verður var við, þegar verið er um borð í skipi, sem fer
frá bryggju, því þá sýnist bryggjan oft hreyfast, en
sjálfum virðist mönnum þeir vera kyrrir.
Annars er þessi höfundur frekar sagnafár um það,
sem hann hefir séð á sálförum sínum, enda mun bók hanS
einkum rituð til þess að lýsa aðferðinni, sem hann hefir
notað, til þess að temja sér að geta farið úr líkamanum,
þegar hann vill. Að vísu er það augljóst af sumum frásögn-
unum í bókinni, að hann hefir haft samband við ýmsa
framliðna menn, sem hafast þá við hér á jörðinni, en hann
kveðst aldrei hafa komið á nein æðri svið, þótt hann for-
taki ekki, að slíkt geti átt sér stað.
Eg geri nú ráð fyrir, að það margt hafi verið týnt
til, sem sanni, að þessar sálfarir muni eiga sér stað, og
vér þurfum varla að vera í vafa um, að það sé rétt, sem
það fólk heldur fram, sem er gætt þessum hæfileika, og
getur munað eftir því, hvað fyrir ]>að hefir borið á slík'
um ferðalögum sáiarinnar. Ætla eg þá að taka upp nokkr-
ar frásagnir um það, hvað fyrir menn getur borið, er ])eii*
fara sálförum, að þeirra eigin sögn. Eru þær teknar ú?
bók einni, sem kom út í Ameriku fyrir skömmu, eftir
danska konu, sem á þar heima, Caroline D. Larsen að
nafni, og heitir bókin: „My Travels in the Spirit World“
(Ferðir mínar um andaheiminn). Sumt af því, sem ])af
er tekið fram, um hvernig ])essar sálfarir gerast, er nokk'
uð líkt ýmsu af því, sem sagt hefir verið hér á undam
Sannar það í rauninni bezt veruleika ])ess, sem verið oX
að skýra frá, hve öllum, sem um ])etta rita, ber samaú
og þetta kemur þeim líkt fyrir sjónir.
Þessi kona segist aðeins skýra frá því í bók sinnk
sem fyrir hana sjálfa hefir borið, því sem hún hefir verið
sjónarvottur að, og frá samtölum þeim, er hún hefir átt
við framliðna menn. Hingað til hafa flestar frásagnir ÓX
öðrum heimi borist oss gegnum miðla, en í rauninni ættn
fullkomnustu frásagnirnar um lífið ])ar, sem vér eiguin