Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 18
12
MORGUNN
irnar um ,,tómu gröfina“ kunni að vera sannar. En hinu
held eg fram, að þó að þær væru sannar, þá sanni þær ekki
líkamlega upprisu Jesú frá Nazaret, né nokkurs annars
manns. Ekki er heldur nein sönnun fyrir því fólgin í
neinum öðrum atriðum upprisufrásagnanna.
Eg kem síðar að ,,tómu gröfinni“. Eg ætla á undan
að minnast á aðferðina, sem Jesús hefir til þess að láta
lærisveina sína þekkja sig. Eg geri ráð fyrir, að ]>að sé
frásagan í Jóh. 20, sem menn einkum byggja á, þegar þeir
fullyrða, að Jesús hafi birzt með sama líkama, sem dáið
hafi á krossi. Lærisveinarnir sitja innan lokaðra dyra;
alt í einu stendur Jesús mitt á meðal þeirra og sýnir ]>eim
hendur sínar og síðu. Lærisveinarnir sjá þetta allir nema
Tómas. Hann rengir þetta og segir: „Sjái eg ekki í hönd-
um hans naglaförin og geti eg ekki látið fingur minn í
naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, þá mun eg alls
ekki trúa því“. Að viku liðinni kemur Jesús aftur inn til
lærisveinanna að lokuðum dyrum. Tómas var þá viðstadd-
ur. Jesús segir þá við hann: „Kom hingað með fingur
þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og
legg í síðu mína“.
Auðvitað er ekki ]>essi saga annarsstaðar til í Nýja
Testamentinu en í Jóh. guðspjalli. En eg sé ekkert því til
fyrirstöðu, að telja hana sanna. Þetta er einmitt ein af
þeim frásögnum Nýja Testamentisins, sem allra beztan
stuðning hafa fengið í sálarrannsóknum nútímans. Það
er sægur til af atburðum, sem áreiðanlega hafa gerst, og
eru þessum atburðum líkir. Framliðnir menn hafa birzt
í bráðabirgðalíkömum, sem hafa borið á sér þau einkenni,
er jarðneski líkaminn hafði haft. Þeir hafa stundum get-
að látið þreifa á sér og athuga sig sem vandlegast. Þeir
hafa ekki gert það í ])ví skyni að sanna, að þeir kæmu í
sama líkamanum sem ])eir höfðu dáið frá. Þeir gera það til
þess að sanna, hverjir þeir séu. Svo er þetta líka skilið af
öllum nútíðar mönnum. Enginn óvitlaus maður mundi
draga þá ályktun af líkamningafyrirbrigðunum, að