Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 79
MORGUNN
73-
hreyfingunni. Það hafi þó ekki þótt mjög trúlegt, þótt
l)a<5 sé nú orðið lýðum ljóst.
Mrs. Tweedale segir, að það orð hafi lagst á Mad.
Blavatsky, að hún væri brögðótt, og kveðst ekki geta neitað
])Ví, að hin einkennilega framkoma hennar og viðmót hafi
ffetað gefið ástæðu til að halda það. En hitt er jafnvíst,
að hún hafi verið gædd óvenjulegum dulargáfum; enda
hafi einnig gengið af ]jví margar sögur. Það flyktist þá
stundum að henni forvitið fólk, sem vildi láta hana leika
ynisar listir eða jafnvel gera kraftaverk. Var hún ])á
stundum vön að hafa menn af sér með því að leika ýms-
ar almennar og einfaldar loddaralistir. Hina dýpri krafta
S1na sýndi hún ekki nema með alvarlega hugsandi mönnum.
®*nu sinni voru hjá henni nokkrar stúlkur að Mrs. Twee-
dale viðstaddri. Þær vildu sjá eitthvað dularfult, og Mad.
Blavatsky lét hluti hverfa ýmist eða birtast aftur, gat rétt
uPp á sþilum, sem dregin voru úr stokk og þar fram eftir
ítotum, og voru stúlkurnar hæst ánægðar. Þegar þær voru
^arnar, sagði Mad. Blavatsky við Mrs. Tweedale, að mest
þessu hefðu verið loddarabrögð, en nú skyldi hún fá að
heyra nokkuð, sem engin svik væru í. Sat hún litla stund
°& hélt höndum fyrir augu sér. Fór þá Mrs. Tweedale að
heyra einkennilega og fagra hljóma inni í herberginu, og
Voru ]>eir eins og á hreyfingu til og frá. Þessi krystalstæra
Uósálfa tónlist lýsti saklausri og barnslegri gleði. Kvaðst nú
Mad. Blavatsky skyldi lofa henni að heyra það, sem hún
hídlaði „sönglist sjálfs lífsins“. Nú varð þögn um stund.
Svo fóru að heyrast f jarlægar raddir, sem smátt og smátt
Urðu sterkari. Það kom beygur í Mrs. Tweedale. Loftið
fór að titra af dularfullum og ójarðneskum tónum, sem
íóru gegn um merg og bein. Það var eins og öll náttúran,
Mt frá fornöld og út í framtíð, væri orðin umsköpuð í
h*ynjandi hljóma með seiðandi krafti og keim af skelf-
Ul&u. Hver taug hlustaði og hljómaði með. Loks fanst Mrs.
'weedale hún vera rekin til að rífa sig lausa frá þessum
uhrifum, svo að hún skyldi ekki týna öllum sönsum og