Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 138
132
M 0 R G U N N
að vér getum ekki kannast við afskifti frá öðrum heimi; að
vér getum ekki gert ráð fyrir aðstoð frá æðri verum.
Menn hafa gert sér í hugarlund, að viðhald orkunnar
mælti á móti því. Eg segi: nei, ]>ví að ]>að girðir ekki fyrir
það, að vér hjálpum hver öðrum, né fyrir það, að vér
hjálpum lægri dýrunum. Mér finst mjög mikið gagn að
röksemdinni um lægri dýrin, þegar um slíkt er að tefla
sem bæn og máttarverk, og þegar spurt er um, hvort það
sé mögulegt frá sjónarmiði vísindanna, að gripið sé fram
í af æðri öflum. í augum lægri dýranna erum vér æðri
verur, og vér framkvæmum ]>að, sem er máttarverk frá
þeirra sjónarmiði, og vér getum bænheyrt. Ef köttur bið-
ur um, að dyr séu opnaðar, þá getum vér lokið hurðinni
upp. Ef fugl eða býfluga eru lokuð inni í herbergi, þá
getum vér hleypt ])eim út, án þess að vér séum beðnir. Svo
að verulegir örðugleikar við að hugsa sér bænheyrslu og
máttarverk hverfa, ]>egar hugsað er um oss sem æðri ver-
ur og dýrin eins og lægri verur. I>eir, sem eru andvígii’
málstað trúarbragðanna í þessu efni, eru ]>að í raun og
veru af ]>ví, að þeir efast um, að nokkurar æðri verur séu
til. Ef þær eru til, er ekki líklegt, að vér getum fengið
vitneskju um, hve mikill máttur þeirra er.
„Einkennilega er ástatt um hvern þann mann, sem
getur gert sér í hugarlund, að maðurinn sé æðsta veran í
alheiminum. Ef ]>ú hefir hugsað vel um stærð alheimsins,
dásamlega möguleika hans og auð tilverunnar, og ef þú
getur hugsað ])ér, að ekki sé til neinn hugur, sem skilji
þetta betur en vér gerum, þá hlýtur ])ú annaðhvort að
vera kynlega trúgjarn eða að öðrum kosti — eg vil helzt
ekki segja heimskur, en mér kemur nú ekki til hugar neitt
kurteisara orð“. —
„ . Nú gerir Sir Oliver ráð fyrir, að menu
Hvað er um . . * , ,, , . . * .1,
staðreyndirnar? munl se&Ja’ að Þetta se alt nokkuð snjab'
ar tilgátur — en hvað sé um staðreyndirn-
ar? Hvar séu sannanirnar fyrir framhaldslífi, eftir að
jarðneski líkaminn er úr sögunni. Og ])á fer hugsanaferiH
J